„Aníta vill berjast um verðlaun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2016 06:00 Aníta Hinriksdóttir náði fimmta sætinu en vildi komast á verðlaunapall. vísir/epa Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57
Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30