Fótbolti

Häcken kom í veg fyrir Íslendingaslag í úrslitaleik sænska bikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór og félagar eru úr leik.
Arnór og félagar eru úr leik. vísir/getty
Hammarby mistókst að koma sér í úrslitaleik sænska bikarsins þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Häcken á heimavelli í kvöld.

Alex kom Hammarby yfir á þriðju mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik, en Häcken komst yfir með tveimur mörkum frá Paulinho í síðari hálfleik.

Melker Hallberg virtist vera að tryggja Hammarby framlengingu þegar hann jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok, en Nasiru Mohammed skaut Häcken í úrslit með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Lokatölur ótrúlegur 3-2 sigur Häcken og Íslendingaliðið úr leik. Ögmundur Kristinsson, Birkir Sævarsson og Arnór Smárason spiluðu allir allan leikinn fyrir Hammarby.

Häcken mætir því Viðari Erni Kjartanssyni, Kára Árnasyni og félögum í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×