Atlético lagði sprækt lið Leipzig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 21:29 Antoine Griezmann reyndist hetja heimaliðsins í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02