Handbolti

Alexander og Stefán Rafn þurftu að gera þrekæfingar á ganginum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander er alltaf í alveg fínasta formi.
Alexander er alltaf í alveg fínasta formi. mynd/skjáskot
Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmenn Íslands í handbolta, komu ekkert við sögu þegar Rhein-Neckar Löwen vann flottan útsigur á HC Prvo Zagreb, 24-23, í Meistaradeild Evrópu í gær.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ljónin frá Mannheim því í flottum málum fyrir seinni leikinn sem fram fer á heimavelli Löwen.

Þrátt fyrir að koma ekkert við sögu í leiknum fengu Íslendingarnir og sænski landsliðsmarkvörðurinn Mikael Appelgren að taka hressilega á því.

Einn þjálfara liðsins fór með þremenninganna fram á gang í íþróttahöllinni Zagreb og lét þá gera þrekæfingar. Alexander gerði þær að sjálfsögðu ber að ofan og hafði lítið fyrir þeim. Mikael Appelgren blés aðeins meira en íslenski landsliðsmaðurinn.

Alexander birti stutt myndband af þessum æfingum á Instagram-síðu sinni en það má sjá hér að neðan.

Workout after the match We didn't play though #1team1ziel #loewenlive @ssigurmannsson @apl1337 #rheinneckarlöwen

A video posted by Alexander Petersson (@alexanderpetersson32) on


Tengdar fréttir

Naumur sigur Löwen í Króatíu

Rhein-Neckar Löwen er með eins marks forskot fyrir síðari leikinn gegn HC Prvo Zagreb í 12-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta, en lokatölur 24-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×