Innlent

Veðurstofan spáir stormi í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan býst við stormi suðvestanlands og á Miðhálendinu í kvöld.
Veðurstofan býst við stormi suðvestanlands og á Miðhálendinu í kvöld. Vísir/Ernir
Veðurstofan býst við stormi suðvestanlands og á Miðhálendinu í kvöld.

Á heimasíðu stofnunarinnar segir að nú sjái fyrir endann á því svala veðri sem hafi verið ríkjandi síðustu daga. Skil nálgist nú landið úr suðri með vaxandi austanátt. Skýjað verður með köflum, en stöku él sunnantil.

„Vaxandi vindur þegar líður á daginn og þykknar upp, fyrst suðvestantil. Austan 15-23 m/s suðvestantil í kvöld og rigning eða slydda, en annars hægari og úrkomulítið fram á nótt. Austan 13-20 á morgun, snjókoma og síðar slydda eða rigning norðantil á landinu. Annars rigning, en talsverð rigning suðaustantil.“

Þá segir að það dragi úr vindi þegar líður á morgundaginn, fyrst sunnantil. Hlýnar í veðri með fjögurra til tíu stiga hita á morgun, en svalara norðaustantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×