Vilja Hlíðarfjall í einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Hlíðarfjall er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Akureyrar yfir vetrarmánuðina en nú vilja menn breytingar á rekstrarformi. Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins. Skíðasvæði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar hefur formlega samþykkt að íþróttafulltrúi hefji undirbúning að því að útvista rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli til einkaaðila. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir rekstur skíðasvæðisins háðan of mikilli óvissu vegna veðurfars. Á síðasta fundi bæjarráðs Akureyrar fyrir páska var tekið undir þá ósk íþróttaráðs bæjarins að fela forstöðumanni íþróttamála að hefja undirbúning þess að reksturinn verði útvistaður. Mikil vinna hefur verið í gangi undanfarið í aðgerðahópi um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Rekstur bæjarfélagsins er þungur og er hverjum steini velt við til að reyna að ná hagræðingu í rekstrinum. Guðmundur Baldvin segir það ekki einsdæmi að rekstur skíðasvæðis sé falinn einkaaðilum og bendir á skíðasvæðin á Siglufirði og í Oddsskarði sem eru rekin af sjálfstæðum aðilum.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.„Rekstur fjallsins er háður mikilli óvissu á hverju ári vegna veðurfars. Á síðasta ári var reksturinn erfiður vegna slæmra veðurskilyrða um helgar. Þetta er á umræðustigi ennþá,“ segir Guðmundur Baldvin. „Þó verðum við að hafa í huga að skíðaiðkun er fjölskylduíþrótt á Akureyri og skíðafélagið æfir í fjallinu svo það þarf að huga að mörgum þáttum. Við þurfum að tryggja það að skíðaiðkun verði áfram fær fjölskyldufólki.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, fagnar bókun bæjarráðs og segir það geta komið Akureyri vel að útvista svæðið til einkaaðila. „Ég hef verið talsmaður þess síðustu tíu ár og talað fyrir því að einkaaðilar komi að rekstri fjallsins,“ segir Guðmundur Karl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur um nokkurn tíma verið að skoða framtíð rekstrar Hlíðarfjalls fyrir Akureyri og hefur bæjarstjóri á Akureyri nefnt það að einkaaðilar séu áhugasamir um að taka að sér reksturinn. Fastir starfsmenn í Hlíðarfjalli eru sjö sem vinna allt árið en þegar mest er að gera á veturna fjölgar starfsmönnum upp í um 70 og felst starf þeirra að mestu í að þjónusta gesti fjallsins.
Skíðasvæði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira