Yngsti meðlimur MisFit Athletics teymisins frá upphafi Guðrún Ansnes skrifar 11. apríl 2016 11:38 Haraldur tekur CrossFit alla leið og segist sjálfur ekki þrífast án þessa að hreyfa sig duglega. Vísir/Ernir „Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira
„Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Sjá meira