Körfubolti

Körfuboltakvöld: Mistök að láta Björn og Þóri spila svona lítið | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Domino's Körfuboltakvöld var í beinni frá Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær þar sem heimamenn unnu dramatískan sigur, 88-86, á Íslandsmeisturum KR.

Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og fyrir leikinn ræddu þeir um takmarkaðan spiltíma Björns Kristjánssonar og Þóris Þorbjarnarsonar í leik eitt sem var tvíframlengdur og lauk með 69-67 sigri KR.

„Þeir eru búnir að spila alltof lítið, allavega miðað við hvernig flæðið hefur verið á KR-liðinu í vetur. Fyrir mér er þetta óskiljanlegt af svona reyndum þjálfara [Finni Frey Stefánssyni],“ sagði Jón Halldór en Björn spilaði í tæpar 20 mínútur í fyrsta leiknum og Þórir í eina og hálfa mínútu.

„Ég er sammála þessu. Ég held að hann hafi gert smá mistök í þessum með því að gefa liðinu ekki tækifæri til að búa til það sóknarflæði sem það er þekkt fyrir,“ sagði Kristinn.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

1-1 í báðum einvígum í fyrsta sinn í þrjú ár

Njarðvíkingar jöfnuðu á móti KR í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta í gær og fylgdu þar með fordæmi Tindastólsmanna sem jöfnuðu metin á móti Haukum daginn áður.

Sjáðu Loga skora 23 stig mánuði eftir handarbrot | Myndband

Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga, átti frábæran leik í gær þegar liðið vann 88-86 sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR og jafnaði undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta í 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×