Innlent

Lyklaskipti ráðherra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi í Stjórnarráðinu í morgun.
Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi í Stjórnarráðinu í morgun. vísir
Sigurðu Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók við lyklunum að ráðuneyti sínu í morgun frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins.

Síðan lá leið Sigurðar í sitt gamla ráðuneyti, en hann var sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, þar sem hann afhenti Gunnari Braga Sveinssyni lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu.

Að síðustu fór Gunnar Bragi á sinn gamla vinnustað þar sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir tók við lyklunum að utanríkisráðuneytinu.

Gunnar Bragi Sveinsson tekur við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu.vísir
Lilja Alfreðsdóttir tekur við lyklunum að utanríkisráðuneytinu.vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×