Skattstjóri krefst þess að fá Panama-skjölin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Skattayfirvöld telja að skjölin sem lekið var frá Mossack Fonseca séu ítarlegri en þau sem keypt voru í fyrra og vilja því komast yfir þau í eftirlitsskyni. Mynd/afp vísir/afp Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira