Segir að út frá prinsippi sé ekki munur á aflandsfélagi sínu og Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 20:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum. Panama-skjölin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum.
Panama-skjölin Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira