Sigmundur Davíð segist ekki verða aftursætisbílstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2016 19:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið. Panama-skjölin Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið.
Panama-skjölin Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira