Eggert um aflandsfélagið: "Hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 18:11 Eggert Skúlason vísir/gva „Refsingin er aðallega sú að vera tengdur við þennan lista. Ég hef verið sakaður um tvennt núna sem er víst alvarlegast í íslensku samfélagi. Það er annars vegar þetta og svo að vera framsóknarmaður. Ég er saklaus af báðu,“ segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, en nafn hans er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir Landsbankann hafa ráðlagt sér að stofna félag erlendis, en að hann hafi talið að það væri staðsett í Lúxemborg. „Það er félag sem svo síðar kom í ljós að var statt á þessari margfrægu eyju,“ segir hann. Hann segir sérstakan saksóknara hafa rannsakað málið þar sem hann var látinn gera grein fyrir sínum hlutum. Málið hafi á endanum verið látið niður falla. „Ég er búinn að fara í gegnum hakkavélina. Fór í skattrannsókn og það var mjög erfið upplifun. Ég taldi félagið fram, gerði grein fyrir því, greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því, voru ekki háar upphæðir,“ segir Eggert. Því hafi það ekki komið sér á óvart þegar nafn hans birtist í þessum skjölum. Eggert segir að um hafi verið að ræða félag sem hélt utan um svokallaða PR starfsemi, eða almannatengsl, og að það hafi ekki haft mikil umsvif. „En hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu.“ Viðtalið við Eggert í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Refsingin er aðallega sú að vera tengdur við þennan lista. Ég hef verið sakaður um tvennt núna sem er víst alvarlegast í íslensku samfélagi. Það er annars vegar þetta og svo að vera framsóknarmaður. Ég er saklaus af báðu,“ segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, en nafn hans er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir Landsbankann hafa ráðlagt sér að stofna félag erlendis, en að hann hafi talið að það væri staðsett í Lúxemborg. „Það er félag sem svo síðar kom í ljós að var statt á þessari margfrægu eyju,“ segir hann. Hann segir sérstakan saksóknara hafa rannsakað málið þar sem hann var látinn gera grein fyrir sínum hlutum. Málið hafi á endanum verið látið niður falla. „Ég er búinn að fara í gegnum hakkavélina. Fór í skattrannsókn og það var mjög erfið upplifun. Ég taldi félagið fram, gerði grein fyrir því, greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því, voru ekki háar upphæðir,“ segir Eggert. Því hafi það ekki komið sér á óvart þegar nafn hans birtist í þessum skjölum. Eggert segir að um hafi verið að ræða félag sem hélt utan um svokallaða PR starfsemi, eða almannatengsl, og að það hafi ekki haft mikil umsvif. „En hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu.“ Viðtalið við Eggert í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02