Innlent

Ástþór Magnússon mættur á Bessastaði

Bjarki Ármannsson skrifar
Ástþór segist vera að taka myndir fyrir erlendan myndabanka.
Ástþór segist vera að taka myndir fyrir erlendan myndabanka. Vísir/Birgir
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er meðal þeirrra sem hafa lagt leið sína á Bessastaði nú þegar ríkisráðsfundur stendur þar yfir. Hann segir ástæðurnar tvær; annars vegar hafi hann verið beðinn um myndir af erlendum myndabanka sem hann hafi starfað fyrir í gegnum tíðina og hins vegar sé honum einfaldlega ofboðið.

„Ein fréttin í dag er sú að bankaræningarnir eru lausir af Kvíabryggju, sama dag og verið er að skipa tvær strengjabrúður í embætti ráðherra,“ segir Ástþór. „Sigmundur Davíð, eins og fréttirnar hafa verið, er ekki raunverulega að segja af sér. Hann er bara að stíga til hliðar og starfar áfram á þingi, getur stjórnað þessum ráðherrum með bandi úr bakherbergjunum. Annar ráðherrann er búinn að verja hann í fjölmiðlum og hinn er aðstoðarmaður úr skrifstofunni hans.“

Aðspurður hvað honum hafi þótt um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að neita Sigmundi Davíð um heimild þingrofs segir Ástþór sammála því að ekki megi spila með forsetaembættið.Vísir/Birgir
Aðspurður hvað honum hafi þótt um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að neita Sigmundi Davíð um heimild þingrofs segir Ástþór sammála því að ekki megi spila með forsetaembættið.

„En hann hefði getað gert þetta með margvíslegum hætti,“ segir hann. „Og mér þykir það auðvitað afleitt ef hann skrifar upp á þennan vafning sem er í gangi í dag. Ég vona að hann geri það ekki en mér finnst að þetta gangi ekki upp.“


Tengdar fréttir

Lilja mætt á Bessastaði

Lilja verður ráðherra að tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×