Innlent

Löggan tók lúður af mótmælanda á Bessastöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan lagði hald á lúður sem mótmælandi var með við Bessastaði í dag en þar var boðað til mótmæla klukkan 14.30. Mótmælandinn, Ómar Ómarsson, var við gluggann á stofunni á Bessastöðum þar sem ríkisráðsfundur fer nú fram en þar er verið að leysa ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá störfum.

Ómar segir að lögreglan hafi tekið lúðurinn af honum og hann fái ekki fyrr en á morgun en viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að ofan. Í spilaranum hér að neðan má svo sjá þegar lögreglan tekur lúðurinn af honum og leiðir hann frá glugganum.

Um 20 manns mótmæla nú við Bessastaði en þegar ríkisráðsfundinum sem nú stendur yfir hefst ríkisráðsfundur ráðuneytis Sigurðar Inga Jóhannssonar.


Tengdar fréttir

Boða til mótmæla við Bessastaði

Búið er að boða til mótmæla á Bessastöðum klukkan 14:30 í dag en þar munu fara fram tveir ríkisráðsfundir, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×