Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 14:51 Jóhannes Kr. í Borgarfirðinum á meðan hann kafaði í gegnum Panama-skjölin. Skjáskot úr sænska sjónvarpinu „Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu. Panama-skjölin Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
„Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu.
Panama-skjölin Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira