Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2016 14:16 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætir á Bessastaði í dag. vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætti nú rétt í þessu á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem hann mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Nokkuð vel lá á Sigmundi þegar hann mætti blaðamönnum á tröppunum á Bessastöðum en aðspurður hvernig honum litist á að vera að hætta sagði hann: „Ég spjalla kannski betur við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Fáar töskur hafa vakið jafn mikla athygli og ríkisráðstaskan svokallaða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nefndi sem sönnun fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði óskað formlega eftir þingrofi við sig á fundi sem þeir áttu saman í hádeginu á Bessastöðum á þriðjudag. Vísir sendi fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, þar sem spurt var út í viðkomandi ríkisráðstösku en hún sagði ekki til sérstaka tösku í forsætisráðuneytinu sem merkt er eða einkennd sem „ríkisráðstaska“. Hins vegar segir hún tvær skjalatöskur þó til í ráðuneytinu sem meðal annars eru notaðar til að bera skjöl til undirritunar forseta en ekki er vitað hvaða taska var tekin með á þriðjudaginn eða í dag. Sigmundur Davíð sagði síðan að það væri fín tilfinning að vera að hætta. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, laumaðist inn á Bessastaði og framhjá blaðamönnum á meðan þeir ræddu við Gunnar Braga Sveinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, og ræddi því ekki við fréttamenn. Panama-skjölin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, mætti nú rétt í þessu á ríkisráðsfund á Bessastöðum þar sem hann mun biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Nokkuð vel lá á Sigmundi þegar hann mætti blaðamönnum á tröppunum á Bessastöðum en aðspurður hvernig honum litist á að vera að hætta sagði hann: „Ég spjalla kannski betur við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Fáar töskur hafa vakið jafn mikla athygli og ríkisráðstaskan svokallaða sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, nefndi sem sönnun fyrir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði óskað formlega eftir þingrofi við sig á fundi sem þeir áttu saman í hádeginu á Bessastöðum á þriðjudag. Vísir sendi fyrirspurn til Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, þar sem spurt var út í viðkomandi ríkisráðstösku en hún sagði ekki til sérstaka tösku í forsætisráðuneytinu sem merkt er eða einkennd sem „ríkisráðstaska“. Hins vegar segir hún tvær skjalatöskur þó til í ráðuneytinu sem meðal annars eru notaðar til að bera skjöl til undirritunar forseta en ekki er vitað hvaða taska var tekin með á þriðjudaginn eða í dag. Sigmundur Davíð sagði síðan að það væri fín tilfinning að vera að hætta. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, laumaðist inn á Bessastaði og framhjá blaðamönnum á meðan þeir ræddu við Gunnar Braga Sveinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, og ræddi því ekki við fréttamenn.
Panama-skjölin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira