Handbolti

Dagur og Þórir þjálfarar ársins 2015

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson eru þjálfarar ársins.
Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson eru þjálfarar ársins. vísir/afp/getty
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta, og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, voru í dag útnefndir þjálfarar ársins 2015.

Frá þessu er greint á heimasíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins en þetta eru úrslit úr kosningu sérfræðingahóps, fjölmiðla og þúsunda atkvæða handboltaáhugamanna.

Dagur, sem gerði ungt og meiðslum hrjáð þýskt landslið óvænt að Evrópumeisturum í janúar, fékk 59,1 prósent atkvæða og var langt á undan Norðmanninum Christian Berge, þjálfara Noregs, sem varð annar í kosningunni með 29,8 prósent atkvæða.

Þórir, sem gerði norsku stelpurnar að heimsmeisturum í desember á síðasta ári, varð hlutskarpastur í kosningunni í fjórða sinni, en hann vann einnig árin 2011, 2012 og 2014.

Þórir fékk 48,8 prósent atkvæða og var rétt á undan Henk Groener, þjálfara hollenska landsliðsins sem spilaði úrslitaleikinn á móti Noregi á heimsmeistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×