Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2016 13:07 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að svo virðist sem lagabreytingin sé sniðin að þessum tilteknu föngum. Kaupþingsmennirnir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, fyrrum bankastjóri í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður og einn stærsti hluthafi í Kaupþingi, losna úr haldi í dag. Þeir ljúka afplánun hjá Vernd en þeir hafa afplánað á Kvíabryggju, nú í um ár en þremenningarnir hlutu allir dóma fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Magnús og Ólafur hlutu fjögurra og hálfs árs langan dóm en Sigurður fjögurra ára dóm. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, situr enn á Kvíabryggju, en hann hlaut fimm og hálfs árs dóm í Al Thani-málinu. Stundin greinir frá þessu í dag. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir að þar dvelji nú um 17 fangar, sem þýðir að húsið að Laugarteigi 19, er fullt. Í samtali við Þráinn kemur meðal annars fram að gert sé ráð fyrir því að bankamennirnir taki fullan þátt í almennum heimilisstörfum, uppvaski, skúringum og þrifum auk þess sem þeir borga 60 þúsund krónur í leigu.Umdeildar lagabreytingar Ástæða þess að þeir Sigurður, Magnús og Ólafur eru nú lausir af Kvíabryggju, eftir þetta skamman tíma, er umdeild lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði. Hún veitir föngum frelsi mun fyrr en verið hefur og er fullyrt að Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, hafi beitt sér mjög fyrir þessum breytingum. Og að breytingarnar séu að einhverju leyti sniðnar að bankamönnunum. Það má í það minnsta skilja á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem situr í nefndinni, en hún var andvíg breytingunum. „Mér fannst þessi lagabreyting ekki tímabær í ljósi stöðunnar varðandi þessa tilteknu fanga. Þetta virtist vera smíðað utan um þá. Ég er samt í sjálfu sér fylgjandi því að við aukum notkun rafræns eftirlits. En það þarf að taka þá umræðu og ákveða hvaða brot eiga að falla undir þetta. Ég er sammála fangelsismálastjóra sem lýsti andstöðu sinni fyrir nefndinni,“ hefur Stundin eftir Bjarkeyju.Kerfið óviðbúið því að taka við auknum fjölda Þráinn segir, í samtali við Vísi, að ljóst sé að ekki hafi verið rætt við þá sem innan kerfisins starfi, því það sé að verulegu leyti vanbúið til að taka á móti auknum straumi fanga úr fangelsunum. Hann fagnar breytingunni sem slíkri, hugmyndafræðinni, því það sé ekki heillavænlegt að loka menn í fangelsum til lengri tíma.Þráinn. Það er við þennan mann að eiga nú fyrir bankamennina sem þurfa að ganga í hefðbundin heimilisstörf, ryksuga og skúra.visir/pjeturAlmennt segir Þráinn að þetta snúist um að veita þeim föngum skjól sem eru að koma úr afplánun eða eru í afplánun; að þeir fái færi á að bæta sig í samfélaginu. „Þeir hafa heimild til að fara út klukkan sjö á morgnana, og eru þá farnir í vinnu eða starfsendurhæfingu, meðferð eða annað sem búið er að skipuleggja. Þeir eru í því yfir daginn og koma aftur í hús fyrir klukkan sex. Og þá er tekin staða á mönnum og athugað hvort allt sé í góðu,“ segir Þráinn sem lýsir því hvernig lífið og tilveran gangi fyrir sig á Vernd.Verða að undirgangast ákveðna dagskrá „Svo koma menn aftur eftir það, geta farið út klukkan sjö að kvöldi, þeir hafa heimild til þess, þetta er auðvitað búið utan um það að menn tengi bönd sín við fjölskyldu og börn, og verða svo að vera komnir aftur í hús fyrir klukkan 23.00. Þetta er það skref sem þarf til að taka út í samfélagið aftur.“ Yfir daginn fara þeir til vinnu eða í fyrirfram ákveðið prógramm sem búið er að ákveða og semja um. „Það er eftirlit með þeim þá líka. Og fylgst er með því að menn séu að stunda það sem um er rætt.“ Víst er að þessar lagabreytingar þýða aukinn fjölda og verulega breytt mynstur í hópi þeirra fanga sem nú koma til Þráins og félaga í Vernd. Til að mynda eru umræddir bankamenn auðugir og má búast við því að bílakosturinn í hverfinu muni á þessum tíma taka nokkrum breytingum.Styttir fangelsisdóminn verulega Lagabreytingin styttir verulega þann tíma sem hinir þekktu bankamenn þurfa að afplána innan veggja fangelsisins. „Það er alltaf sami tími á Vernd, sem er þrír mánuðir, ef þú ert með 12 mánaða óskilorðsbundinn og svo er einn mánuður á hvert ár sem er eftir það. Þangað til 12 mánuðum er náð, sem er lengsti tíminn.“ Þráinn lýsir því að allir sem á Vernd dvelja hafi skyldum að gegna innan heimilisins, sem snúa að hefðbundnu heimilishaldi. „Menn fá störf á heimilinu eins og gengur og gerist, og því er jafnskipt niður, matseld, ganga frá eftir mat, skúra þrífa og ryksuga og það hlutverk er jafnt á alla.“ Þá þurfa vistmenn að greiða leigu meðan þeir dvelja á Vernd, húsaleigu- eða viðverugjald sem er 60 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Þráins er það upphæð sem þarf til reksturs hússins.Uppfært Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að fangarnir gengu með öklaband á meðan þeir afplánuðu á Vernd. Hið rétta er að þeir fá öklaband að lokinni dvöl sinni á Vernd. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kaupþingsmennirnir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, fyrrum bankastjóri í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður og einn stærsti hluthafi í Kaupþingi, losna úr haldi í dag. Þeir ljúka afplánun hjá Vernd en þeir hafa afplánað á Kvíabryggju, nú í um ár en þremenningarnir hlutu allir dóma fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Magnús og Ólafur hlutu fjögurra og hálfs árs langan dóm en Sigurður fjögurra ára dóm. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, situr enn á Kvíabryggju, en hann hlaut fimm og hálfs árs dóm í Al Thani-málinu. Stundin greinir frá þessu í dag. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir að þar dvelji nú um 17 fangar, sem þýðir að húsið að Laugarteigi 19, er fullt. Í samtali við Þráinn kemur meðal annars fram að gert sé ráð fyrir því að bankamennirnir taki fullan þátt í almennum heimilisstörfum, uppvaski, skúringum og þrifum auk þess sem þeir borga 60 þúsund krónur í leigu.Umdeildar lagabreytingar Ástæða þess að þeir Sigurður, Magnús og Ólafur eru nú lausir af Kvíabryggju, eftir þetta skamman tíma, er umdeild lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði. Hún veitir föngum frelsi mun fyrr en verið hefur og er fullyrt að Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, hafi beitt sér mjög fyrir þessum breytingum. Og að breytingarnar séu að einhverju leyti sniðnar að bankamönnunum. Það má í það minnsta skilja á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, sem situr í nefndinni, en hún var andvíg breytingunum. „Mér fannst þessi lagabreyting ekki tímabær í ljósi stöðunnar varðandi þessa tilteknu fanga. Þetta virtist vera smíðað utan um þá. Ég er samt í sjálfu sér fylgjandi því að við aukum notkun rafræns eftirlits. En það þarf að taka þá umræðu og ákveða hvaða brot eiga að falla undir þetta. Ég er sammála fangelsismálastjóra sem lýsti andstöðu sinni fyrir nefndinni,“ hefur Stundin eftir Bjarkeyju.Kerfið óviðbúið því að taka við auknum fjölda Þráinn segir, í samtali við Vísi, að ljóst sé að ekki hafi verið rætt við þá sem innan kerfisins starfi, því það sé að verulegu leyti vanbúið til að taka á móti auknum straumi fanga úr fangelsunum. Hann fagnar breytingunni sem slíkri, hugmyndafræðinni, því það sé ekki heillavænlegt að loka menn í fangelsum til lengri tíma.Þráinn. Það er við þennan mann að eiga nú fyrir bankamennina sem þurfa að ganga í hefðbundin heimilisstörf, ryksuga og skúra.visir/pjeturAlmennt segir Þráinn að þetta snúist um að veita þeim föngum skjól sem eru að koma úr afplánun eða eru í afplánun; að þeir fái færi á að bæta sig í samfélaginu. „Þeir hafa heimild til að fara út klukkan sjö á morgnana, og eru þá farnir í vinnu eða starfsendurhæfingu, meðferð eða annað sem búið er að skipuleggja. Þeir eru í því yfir daginn og koma aftur í hús fyrir klukkan sex. Og þá er tekin staða á mönnum og athugað hvort allt sé í góðu,“ segir Þráinn sem lýsir því hvernig lífið og tilveran gangi fyrir sig á Vernd.Verða að undirgangast ákveðna dagskrá „Svo koma menn aftur eftir það, geta farið út klukkan sjö að kvöldi, þeir hafa heimild til þess, þetta er auðvitað búið utan um það að menn tengi bönd sín við fjölskyldu og börn, og verða svo að vera komnir aftur í hús fyrir klukkan 23.00. Þetta er það skref sem þarf til að taka út í samfélagið aftur.“ Yfir daginn fara þeir til vinnu eða í fyrirfram ákveðið prógramm sem búið er að ákveða og semja um. „Það er eftirlit með þeim þá líka. Og fylgst er með því að menn séu að stunda það sem um er rætt.“ Víst er að þessar lagabreytingar þýða aukinn fjölda og verulega breytt mynstur í hópi þeirra fanga sem nú koma til Þráins og félaga í Vernd. Til að mynda eru umræddir bankamenn auðugir og má búast við því að bílakosturinn í hverfinu muni á þessum tíma taka nokkrum breytingum.Styttir fangelsisdóminn verulega Lagabreytingin styttir verulega þann tíma sem hinir þekktu bankamenn þurfa að afplána innan veggja fangelsisins. „Það er alltaf sami tími á Vernd, sem er þrír mánuðir, ef þú ert með 12 mánaða óskilorðsbundinn og svo er einn mánuður á hvert ár sem er eftir það. Þangað til 12 mánuðum er náð, sem er lengsti tíminn.“ Þráinn lýsir því að allir sem á Vernd dvelja hafi skyldum að gegna innan heimilisins, sem snúa að hefðbundnu heimilishaldi. „Menn fá störf á heimilinu eins og gengur og gerist, og því er jafnskipt niður, matseld, ganga frá eftir mat, skúra þrífa og ryksuga og það hlutverk er jafnt á alla.“ Þá þurfa vistmenn að greiða leigu meðan þeir dvelja á Vernd, húsaleigu- eða viðverugjald sem er 60 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Þráins er það upphæð sem þarf til reksturs hússins.Uppfært Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að fangarnir gengu með öklaband á meðan þeir afplánuðu á Vernd. Hið rétta er að þeir fá öklaband að lokinni dvöl sinni á Vernd.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira