„Þú verður að spyrja strákana í Framsókn að því“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 12:42 Vigdís Hauksdóttir í viðtali við Heimi Má Pétursson í hádeginu. „Ég er orðin svo vön að ég er alveg hætt að taka það nærri mér,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, um þá staðreynd að hún er ekki ráðherraefni flokksins. Lilja Alfreðsdóttir mun taka við embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi klukkan 15 í dag. Þegar ljóst var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stigi til hliðar úr embætti forsætisráðherra varð ljóst að fylla þyrfti eitt ráðherrasæti í nýrri ríkisstjórn. Vigdís var nefnd til sögunnar, líkt og árið 2013, en hlotnaðist ekki embættið. Vigdís segir eftirsjá að Sigmundi Davíð. „Já, ég dauðsé á eftir Sigmundi Davíð úr forsætisráðherraembættinu því þjóðin er búin að fara í gegnum stórkostlega tíma Hann eigi framtíð fyrir sér, hvort sem er í stjórnmálum eða annars staðar. „Hann getur valið það sem hann vill vera, hann hefur það mikla yfirsýn og er það klár að hann á framtíð fyrir sér í stjórnmálum eða hvar sem hann kýs að drepa niður fæti í framtíðinni.“ Aðspurð hvort hún telji að Sigmundur Davíð muni ekki stjórna málunum áfram á bak við tjöldin segir: „Þú verður að spyrja strákana sem stjórna framsókn að því hvernig þeir ætla að gera það,“ segir Vigdís sem er formaður fjárlaganefndar. „Ég er kannski bara í aftursætinu sem formaður fjárlaganefndar, að ég hafi verið það síðan í kosningunum 2013,“ segir Vigdís og brosir. Hún vonast til þess að nú skapist ró í samfélaginu og hugnast það best að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við stjórnarandstöðuna um tíu til fimmtán forgangsmál til að koma í gegnum þingið fyrir kosningar sem boðaðar hafa verið síðar á árinu. Panama-skjölin Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
„Ég er orðin svo vön að ég er alveg hætt að taka það nærri mér,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, um þá staðreynd að hún er ekki ráðherraefni flokksins. Lilja Alfreðsdóttir mun taka við embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi klukkan 15 í dag. Þegar ljóst var að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stigi til hliðar úr embætti forsætisráðherra varð ljóst að fylla þyrfti eitt ráðherrasæti í nýrri ríkisstjórn. Vigdís var nefnd til sögunnar, líkt og árið 2013, en hlotnaðist ekki embættið. Vigdís segir eftirsjá að Sigmundi Davíð. „Já, ég dauðsé á eftir Sigmundi Davíð úr forsætisráðherraembættinu því þjóðin er búin að fara í gegnum stórkostlega tíma Hann eigi framtíð fyrir sér, hvort sem er í stjórnmálum eða annars staðar. „Hann getur valið það sem hann vill vera, hann hefur það mikla yfirsýn og er það klár að hann á framtíð fyrir sér í stjórnmálum eða hvar sem hann kýs að drepa niður fæti í framtíðinni.“ Aðspurð hvort hún telji að Sigmundur Davíð muni ekki stjórna málunum áfram á bak við tjöldin segir: „Þú verður að spyrja strákana sem stjórna framsókn að því hvernig þeir ætla að gera það,“ segir Vigdís sem er formaður fjárlaganefndar. „Ég er kannski bara í aftursætinu sem formaður fjárlaganefndar, að ég hafi verið það síðan í kosningunum 2013,“ segir Vigdís og brosir. Hún vonast til þess að nú skapist ró í samfélaginu og hugnast það best að ríkisstjórnin komist að samkomulagi við stjórnarandstöðuna um tíu til fimmtán forgangsmál til að koma í gegnum þingið fyrir kosningar sem boðaðar hafa verið síðar á árinu.
Panama-skjölin Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira