Segir engan frið munu nást fyrr en rödd þjóðarinnar hljómar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:38 Össur Skarphéðinsson vill frið meðal þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33