„Það hefur enginn beðist afsökunar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:20 Birgitta Jónsdóttir pírati gagnrýnir vöntun á auðmýkt. Vísir/valli „Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls. Panama-skjölin Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
„Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls.
Panama-skjölin Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira