„Það hefur enginn beðist afsökunar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:20 Birgitta Jónsdóttir pírati gagnrýnir vöntun á auðmýkt. Vísir/valli „Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls. Panama-skjölin Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
„Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls.
Panama-skjölin Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira