Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:20 Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag. Vísir/Pjetur „Við erum að upplifa fordæmalausa stöðu í íslenskum stjórnmálum. Og kastljós umheimsins beinist að Íslandi með öðrum hætti en dæmi eru um í þeirri sögu. Sérstaða Íslands er að við höfum forystumenn í stjórnmálum sem hafa átt viðskipti í skattaskjólum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar í dag. Þingfundurinn hófst klukkan ellefu og var tvöfaldur óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Fyrir svörum standa fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Vænta má að skattaskjólsumræða síðustu daga og boðun nýrrar ríkisstjórnar verði aðalumræðuefni þingfundar. „Það er þung ábyrgð sem hvílir á forystumönnum ríkisstjórnar við þessar aðstæður,“ sagði Árni og þótti ljóst að ekki hefðu forystumenn staðið undir þeirri ábyrgð. „Hvernig getur hann fundið það út að hann sé rétti maðurinn í að leiða vinnuna í að endurreisa heiður Íslands á alþjóðavettvangi?“ spurði Árni og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.Fullyrti að Árni Páll hugsi aðeins um eigin hagsmuni Bjarni Benediktsson sakaði Árna Pál Árnason í kjölfarið um að vera einungis að bjarga eigin skinni með kröfu sinni og stjórnarandstöðunnar um kosningar strax. Upphófust þá frammíköll í Alþingissal. Bjarni sagði Árna Pál ekki gera greinarmun á þeim sem stunda heiðarleg alþjóðleg viðskipti og þá sem geyma fé sitt í skattaskjólum. Í kjölfarið gerði hann að umtalsefni sínu fyrrverandi störf Árna Páls. „Hvernig var það þegar hann var bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum og stjórn bankans ákvað að opna útibú í Lúxemborg?“ spurði Bjarni og sagði Árna Pál þannig hafa lagt grunn að ýmsum gagnrýniverðum viðskiptum bankans í Lúxemborg. Árni Páll sagði í kjölfarið skýrt hvernig fjármálaráðherra kysi að bregðast við aðstæðum og lýsti því sem hann væri að atast áfram eins og naut í flagi. „Nafn mitt er ekki í Panama-skjölunum. Ég átti ekki fyrirtæki á Seychelles-eyjum,“ sagði Árni Páll í kjölfarið. „Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði Árni. Bjarni gagnrýndi í svari sínu Árna Pál fyrir að persónugera umræðuna. Þegar hann lét þessi orð fallast heyrðist hlátur úr þingsalnum. Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Við erum að upplifa fordæmalausa stöðu í íslenskum stjórnmálum. Og kastljós umheimsins beinist að Íslandi með öðrum hætti en dæmi eru um í þeirri sögu. Sérstaða Íslands er að við höfum forystumenn í stjórnmálum sem hafa átt viðskipti í skattaskjólum,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, við upphaf þingfundar í dag. Þingfundurinn hófst klukkan ellefu og var tvöfaldur óundirbúinn fyrirspurnartími á dagskrá. Fyrir svörum standa fjármála- og efnahagsráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Vænta má að skattaskjólsumræða síðustu daga og boðun nýrrar ríkisstjórnar verði aðalumræðuefni þingfundar. „Það er þung ábyrgð sem hvílir á forystumönnum ríkisstjórnar við þessar aðstæður,“ sagði Árni og þótti ljóst að ekki hefðu forystumenn staðið undir þeirri ábyrgð. „Hvernig getur hann fundið það út að hann sé rétti maðurinn í að leiða vinnuna í að endurreisa heiður Íslands á alþjóðavettvangi?“ spurði Árni og beindi spurningu sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins.Fullyrti að Árni Páll hugsi aðeins um eigin hagsmuni Bjarni Benediktsson sakaði Árna Pál Árnason í kjölfarið um að vera einungis að bjarga eigin skinni með kröfu sinni og stjórnarandstöðunnar um kosningar strax. Upphófust þá frammíköll í Alþingissal. Bjarni sagði Árna Pál ekki gera greinarmun á þeim sem stunda heiðarleg alþjóðleg viðskipti og þá sem geyma fé sitt í skattaskjólum. Í kjölfarið gerði hann að umtalsefni sínu fyrrverandi störf Árna Páls. „Hvernig var það þegar hann var bankaráðsmaður í Búnaðarbankanum og stjórn bankans ákvað að opna útibú í Lúxemborg?“ spurði Bjarni og sagði Árna Pál þannig hafa lagt grunn að ýmsum gagnrýniverðum viðskiptum bankans í Lúxemborg. Árni Páll sagði í kjölfarið skýrt hvernig fjármálaráðherra kysi að bregðast við aðstæðum og lýsti því sem hann væri að atast áfram eins og naut í flagi. „Nafn mitt er ekki í Panama-skjölunum. Ég átti ekki fyrirtæki á Seychelles-eyjum,“ sagði Árni Páll í kjölfarið. „Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði Árni. Bjarni gagnrýndi í svari sínu Árna Pál fyrir að persónugera umræðuna. Þegar hann lét þessi orð fallast heyrðist hlátur úr þingsalnum.
Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira