Innlent

Afhenda forseta yfir 30.000 undirskriftir gegn Sigmundi Davíð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð í Alþingishúsinu í gærkvöldi.
Sigmundur Davíð í Alþingishúsinu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm
Forsvarsmenn undirskriftasöfnunar sem blásið var til gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fráfarandi forsætisráðherra, munu afhenda Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, undirskriftalistann á Bessastöðum klukkan 13 í dag.

Yfir 30.000 manns hafa skrifað undir listann en á vefsíðu söfnunarinnar er þess krafist að Sigmundur Davíð láti af störfum, bæði sem þingmaður og ráðherra, og að boðað verði til kosninga.

Gunnar Jökull Karlsson, einn af forsvarsmönnum söfnunarinnar, segir að nú þegar ljóst sé að Sigmundur Davíð muni hætta sem forsætisráðherra er afhending listans táknræn. Þó sé einnig lögð fram krafa um kosningar strax en ekki hefur verið fallist á það.

„Þannig að þetta er ekki aðeins táknrænt því þarna er líka verið að lýsa vilja þjóðarinnar til þess að boðað verði til kosninga strax,“ segir Gunnar.


Tengdar fréttir

Boða til mótmæla við Bessastaði

Búið er að boða til mótmæla á Bessastöðum klukkan 14:30 í dag en þar munu fara fram tveir ríkisráðsfundir, annars vegar klukkan 14 og hins vegar klukkan 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×