Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2016 11:03 Engin vil ég hornkerling vera. Lilja er tekin fram fyrir Heimsýnarfólkið Vigdísi og Ásmund Einar. Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira