Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan segist mæta samheldin til þingfundar í dag og ætlar að berjast fyrir vantrausti. vísir/Ernir Stjórnarandstaðan mun ekki una niðurstöðu stjórnarflokkanna og hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árni Páll Árnason segir þjóðina þurfa að horfa upp á dauðastríð ríkisstjórnarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson segir stjórnarflokkana ekki hlusta á ákall þjóðarinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þegar hún er spurð hvort útspil stjórnarflokkanna nægi til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu. „Það liggur fyrir að þessir flokkar eru að mislesa í stöðuna. Hún er grafalvarleg og þeir hafa ekkert umboð til að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Það er engin spurning að minnihlutinn er klár, samheldinn og tilbúinn til að ræða vantraust.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður í garð núverandi stjórnarflokka á þinginu í gærkveldi. „Þetta er bara dauðastríð þessara tveggja flokka, þeir geta ekki mannað ráðherrastóla, flokkur með innan við átta prósenta fylgi í könnunum er að taka við forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn er svo laskaður að Bjarni hefur ekki afl til að fara í forsætisráðuneytið. Það er ótrúlegt að þessir menn vilji bjóða þjóðinni upp á að framlengja þetta dauðastríð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýndi þau orð Bjarna Benediktssonar að stjórnarandstaðan væri í rusli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar kæmu sjálfir stórlaskaðir út úr þeim darraðardansi sem einkennt hefur stjórnmálaástandið. „Áhugavert að menn hafi tekið þetta langan tíma í niðurstöðu sem er lítið sem ekki neitt. Þetta virðist vera það sama, þeir halda í hvert hálmstrá til að halda völdum og þetta er ekki í takt við ákall þjóðarinnar um kosningar.“ Þingfundur verður haldinn klukkan hálf ellefu í dag og mun stjórnarandstaðan mæta samheldin til fundar með nýja vantrauststillögu í pokahorninu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, er hugsi yfir stöðunni. „Þetta kemur ekki á óvart, fyrsta tilfinning mín er að þetta sé redding og við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki una niðurstöðu stjórnarflokkanna og hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árni Páll Árnason segir þjóðina þurfa að horfa upp á dauðastríð ríkisstjórnarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson segir stjórnarflokkana ekki hlusta á ákall þjóðarinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þegar hún er spurð hvort útspil stjórnarflokkanna nægi til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu. „Það liggur fyrir að þessir flokkar eru að mislesa í stöðuna. Hún er grafalvarleg og þeir hafa ekkert umboð til að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Það er engin spurning að minnihlutinn er klár, samheldinn og tilbúinn til að ræða vantraust.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður í garð núverandi stjórnarflokka á þinginu í gærkveldi. „Þetta er bara dauðastríð þessara tveggja flokka, þeir geta ekki mannað ráðherrastóla, flokkur með innan við átta prósenta fylgi í könnunum er að taka við forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn er svo laskaður að Bjarni hefur ekki afl til að fara í forsætisráðuneytið. Það er ótrúlegt að þessir menn vilji bjóða þjóðinni upp á að framlengja þetta dauðastríð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýndi þau orð Bjarna Benediktssonar að stjórnarandstaðan væri í rusli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar kæmu sjálfir stórlaskaðir út úr þeim darraðardansi sem einkennt hefur stjórnmálaástandið. „Áhugavert að menn hafi tekið þetta langan tíma í niðurstöðu sem er lítið sem ekki neitt. Þetta virðist vera það sama, þeir halda í hvert hálmstrá til að halda völdum og þetta er ekki í takt við ákall þjóðarinnar um kosningar.“ Þingfundur verður haldinn klukkan hálf ellefu í dag og mun stjórnarandstaðan mæta samheldin til fundar með nýja vantrauststillögu í pokahorninu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, er hugsi yfir stöðunni. „Þetta kemur ekki á óvart, fyrsta tilfinning mín er að þetta sé redding og við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira