Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan segist mæta samheldin til þingfundar í dag og ætlar að berjast fyrir vantrausti. vísir/Ernir Stjórnarandstaðan mun ekki una niðurstöðu stjórnarflokkanna og hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árni Páll Árnason segir þjóðina þurfa að horfa upp á dauðastríð ríkisstjórnarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson segir stjórnarflokkana ekki hlusta á ákall þjóðarinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þegar hún er spurð hvort útspil stjórnarflokkanna nægi til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu. „Það liggur fyrir að þessir flokkar eru að mislesa í stöðuna. Hún er grafalvarleg og þeir hafa ekkert umboð til að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Það er engin spurning að minnihlutinn er klár, samheldinn og tilbúinn til að ræða vantraust.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður í garð núverandi stjórnarflokka á þinginu í gærkveldi. „Þetta er bara dauðastríð þessara tveggja flokka, þeir geta ekki mannað ráðherrastóla, flokkur með innan við átta prósenta fylgi í könnunum er að taka við forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn er svo laskaður að Bjarni hefur ekki afl til að fara í forsætisráðuneytið. Það er ótrúlegt að þessir menn vilji bjóða þjóðinni upp á að framlengja þetta dauðastríð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýndi þau orð Bjarna Benediktssonar að stjórnarandstaðan væri í rusli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar kæmu sjálfir stórlaskaðir út úr þeim darraðardansi sem einkennt hefur stjórnmálaástandið. „Áhugavert að menn hafi tekið þetta langan tíma í niðurstöðu sem er lítið sem ekki neitt. Þetta virðist vera það sama, þeir halda í hvert hálmstrá til að halda völdum og þetta er ekki í takt við ákall þjóðarinnar um kosningar.“ Þingfundur verður haldinn klukkan hálf ellefu í dag og mun stjórnarandstaðan mæta samheldin til fundar með nýja vantrauststillögu í pokahorninu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, er hugsi yfir stöðunni. „Þetta kemur ekki á óvart, fyrsta tilfinning mín er að þetta sé redding og við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki una niðurstöðu stjórnarflokkanna og hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árni Páll Árnason segir þjóðina þurfa að horfa upp á dauðastríð ríkisstjórnarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson segir stjórnarflokkana ekki hlusta á ákall þjóðarinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þegar hún er spurð hvort útspil stjórnarflokkanna nægi til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu. „Það liggur fyrir að þessir flokkar eru að mislesa í stöðuna. Hún er grafalvarleg og þeir hafa ekkert umboð til að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Það er engin spurning að minnihlutinn er klár, samheldinn og tilbúinn til að ræða vantraust.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður í garð núverandi stjórnarflokka á þinginu í gærkveldi. „Þetta er bara dauðastríð þessara tveggja flokka, þeir geta ekki mannað ráðherrastóla, flokkur með innan við átta prósenta fylgi í könnunum er að taka við forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn er svo laskaður að Bjarni hefur ekki afl til að fara í forsætisráðuneytið. Það er ótrúlegt að þessir menn vilji bjóða þjóðinni upp á að framlengja þetta dauðastríð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýndi þau orð Bjarna Benediktssonar að stjórnarandstaðan væri í rusli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar kæmu sjálfir stórlaskaðir út úr þeim darraðardansi sem einkennt hefur stjórnmálaástandið. „Áhugavert að menn hafi tekið þetta langan tíma í niðurstöðu sem er lítið sem ekki neitt. Þetta virðist vera það sama, þeir halda í hvert hálmstrá til að halda völdum og þetta er ekki í takt við ákall þjóðarinnar um kosningar.“ Þingfundur verður haldinn klukkan hálf ellefu í dag og mun stjórnarandstaðan mæta samheldin til fundar með nýja vantrauststillögu í pokahorninu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, er hugsi yfir stöðunni. „Þetta kemur ekki á óvart, fyrsta tilfinning mín er að þetta sé redding og við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira