Innlent

Niðurstaða komin í viðræður Sigurðar Inga og Bjarna Ben

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm
Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/Vilhelm
Sigurður Ingi Jóhannsson segir að niðurstaða sé komin í viðræður á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um áframhaldandi samstarf. Frá þessu er greint á vef RÚV en þar kemur jafnframt fram að kynnt verði um niðurstöðuna eftir klukkan 18 í dag. 

Eftir því sem Vísir kemst næst mun þingflokkur Framsóknar funda klukkan 18 í dag þar sem niðurstaðan verður kynnt en ekki liggur fyrir hvar fundurinn verður. 

Uppfært klukkan 17:15

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar, segist í samtali við Vísi reikna með því að fundurinn fari fram í þingflokksherbergi flokksins á Alþingi líkt og venjulega.

Hann var ekki meðvitaður um hver niðurstaðan er sem kynna á fyrir flokknum en Sigurður Ingi ætli væntanlega að leita eftir stuðning flokksins við tillöguna áður en rætt verður við fjölmiðla að fundi loknum.

Uppfært klukkan 17:33

RÚV hefur heimildir fyrir því að niðurstaða Bjarna og Sigurðar Inga sé meðal annars sú boðað verði til þingkosninga í haust. Þingkosningar eiga næst að fara fram vorið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×