„Hann er ekki vondur, bara heimskur“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 16:33 Óvissuástandið hér á landi vekur eftirtekt víða. Vísir/VG Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32
Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00
Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28