„Hann er ekki vondur, bara heimskur“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 16:33 Óvissuástandið hér á landi vekur eftirtekt víða. Vísir/VG Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar halda áfram að fylgjast grannt með þróun mála á pólitíska sviðinu hér á Íslandi. Norska dagblaðið Verdens Gang, eða VG, birti í dag grein þar sem Reykvíkingar út á götu eru teknir tali og spurðir út í forsætisráðherrann fráfarandi. Greinin byrjar á orðunum; „því fleira fólk sem krefst þess að hann víki, því kyrrari situr hann“. Talað er um að ringulreiðin í íslenskri pólitík sé slík að fólk hafi jafnvel ekki vitað hver væri forsætisráðherra landsins í morgun þegar það vaknaði. Rétt svar er auðvitað ennþá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem á enn eftir að segja formlega af sér þó svo að hann Framsóknarflokkurinn hafi greint frá því að ætli að „stíga til hliðar“.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli á mánudag.Vísir/ErnirSýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna Í grein VG er spjallað við fólk af ýmsu tagi; kennara, byggingarmann, leigubílstjóra, innflytjenda, og búðareiganda í miðbænum og það spurt um skoðanir þeirra til viðburða síðustu daga. Flestir þeirra sem talað er við eru á þeirri skoðun að það sé rétt ákvörðun hjá Sigmundi Davíð að hætta en mönnum greinir á um hvort ríkisstjórnin öll eigi að víkja, bara Sigmundur eða allir ráðherrarnir þrír sem hafa verið tengdir við eignir í skattaskjólum vegna Panama-lekans. Allir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra hafi verið bendlaður við aflandsfyrirtæki sem eigi kröfu til föllnu bankanna. „Þetta hefur verið svakalega dramatískt, en maður sá þetta koma,“ segir Sólveig Thoroddsen kennari sem stoppuð var á Austurvelli. „Hann er ekkert vondur, bara heimskur“. „Ég er kominn með nóg af því hvernig stjórnmálamenn okkar stýra landinu,“ segir Brynjar Tómasson byggingarmaður sem er nýfluttur aftur til Íslands frá Noregi. „Svo gerist þetta. Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnmálamanna hér. Sigmundur Davíð á að víkja. Það er fáránlegt ef hann ætlar bara að „stíga til hliðar“ tímabundið. Fólkið vill hann burt.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32 Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00 Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Gylfi Magnússon: Stenst enga skoðun að ríkisstjórnin sitji áfram Fyrrum viðskipta- og efnahagsráðherra Íslands fer í gegnum þau fjögur atriði sem ríkisstjórnin notar sér til stuðnings um áframhaldandi setu út kjörtímabilið og segir það rangt að hún þurfi að sitja svo mánuðum skipti til að klára. 6. apríl 2016 15:32
Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. 6. apríl 2016 07:00
Mamma Sigmundar Davíðs: Ósanngjarnt að hann hafi þurft að segja af sér Telur son sinn hafa gert allt rétt í sínu starfi og gert margt gott fyrir land sitt. 6. apríl 2016 15:28