Vantrauststillaga gæti verið úrelt á morgun Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 14:54 Þingflokksformenn funda með forseta þingsins í hádeginu. vísir/stefán Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður ekki tekin til afgreiðslu á þingfundi í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan 10.30 og hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ákveðið að aðeins eitt mál verði á dagskrá; óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sitja meðal annarra fyrir svörum. „Niðurstaðan er sú að þessi fundartími, sem jafnan er hálftími, verður tvöfalt lengri að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og á þinginu,“ segir Einar. „Síðan verðum við auðvitað að sjá hvernig framvindan verður í dag.“ Einar fundaði með fulltrúum þingflokkanna í hádeginu í dag og fór stjórnarandstaðan þar fram á að vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði tekin til afgreiðslu í fyrramálið. „Það var mín niðurstaða að ekki væri skynsamlegt að leggja tillöguna um vantraust á dagskrá á morgun í ljósi þess að það eru hér viðræður í gangi um myndun nýs ráðuneytis undir stjórn nýs forsætisráðherra og þess vegna taldi ég betra að sjá hvað út úr því kæmi,“ segir Einar. „Enda gæti slík tillaga þess vegna orðið úrelt á morgun, leiði þessar viðræður í dag til þess að mynduð verði ríkisstjórn undir nýju forsæti.“Sérðu þá ekki fyrir þér að vantrauststillaga geti verið tekin fyrir fyrr en niðurstaða úr viðræðunum liggur fyrir?„Ég vil að minnsta kosti, af þessum ástæðum, sjá myndina skýrar fyrir mér. En auðvitað kemur að því að vantrauststillagan verður tekin fyrir, eða ný vantrauststillaga ef efni standa til þess.“ Einar segist aðspurður ekki treysta sér til þess að segja til um hvernig dagskránni á þinginu verður háttað til lengri tíma. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55 Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður ekki tekin til afgreiðslu á þingfundi í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan 10.30 og hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, ákveðið að aðeins eitt mál verði á dagskrá; óundirbúinn fyrirspurnartími þar sem ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sitja meðal annarra fyrir svörum. „Niðurstaðan er sú að þessi fundartími, sem jafnan er hálftími, verður tvöfalt lengri að þessu sinni vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu og á þinginu,“ segir Einar. „Síðan verðum við auðvitað að sjá hvernig framvindan verður í dag.“ Einar fundaði með fulltrúum þingflokkanna í hádeginu í dag og fór stjórnarandstaðan þar fram á að vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs yrði tekin til afgreiðslu í fyrramálið. „Það var mín niðurstaða að ekki væri skynsamlegt að leggja tillöguna um vantraust á dagskrá á morgun í ljósi þess að það eru hér viðræður í gangi um myndun nýs ráðuneytis undir stjórn nýs forsætisráðherra og þess vegna taldi ég betra að sjá hvað út úr því kæmi,“ segir Einar. „Enda gæti slík tillaga þess vegna orðið úrelt á morgun, leiði þessar viðræður í dag til þess að mynduð verði ríkisstjórn undir nýju forsæti.“Sérðu þá ekki fyrir þér að vantrauststillaga geti verið tekin fyrir fyrr en niðurstaða úr viðræðunum liggur fyrir?„Ég vil að minnsta kosti, af þessum ástæðum, sjá myndina skýrar fyrir mér. En auðvitað kemur að því að vantrauststillagan verður tekin fyrir, eða ný vantrauststillaga ef efni standa til þess.“ Einar segist aðspurður ekki treysta sér til þess að segja til um hvernig dagskránni á þinginu verður háttað til lengri tíma.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55 Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Bjarni og Sigurður Ingi hafa þangað til í fyrramálið að skýra stöðu mála Forseti Alþingis féllst ekki á tillögu stjórnarandstöðunnar að kalla saman þing í dag. Alþingi kemur saman 10:30 í fyrramálið. 6. apríl 2016 12:55
Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst. 6. apríl 2016 11:01