Erfitt að henda reiður á því sem er að gerast Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:15 Danskur blaðamaður segir Dani fylgjast grannt með gangi mála hér á landi og að fréttir frá Íslandi séu í aðalhlutverki í dönskum fréttatímum þessa dagana. Vísir Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla. Panama-skjölin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla.
Panama-skjölin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira