Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. apríl 2016 07:00 Erlendar sjónvarpsstöðvar fjalla um Ísland. vísir/ÓKÁ Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. Framan af degi voru áberandi fréttir af fundi forsætisráðherra og forseta Íslands. Frétt BBC um málið var efst á fréttasíðu vefsins og þar var farið yfir ákvörðun forseta um að verða ekki við ósk Sigmundar Davíðs um heimild til þingrofs. CNN-fréttastofan greindi frá því sem stórfrétt að Sigmundur Davíð væri hættur og vitnaði í mótmælendur á Austurvelli sem kröfðust kosninga þrátt fyrir að hann hefði stigið til hliðar. „Ísland getur ekki verið eina vestræna evrópska lýðræðisríkið með leiðtoga í þessari stöðu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í viðtali við breska miðilinn The Guardian í gær, sem hefur fjallað ítarlega um Ísland og málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fráfarandi forsætisráðherra, undanfarna daga. Við Bessastaði biðu blaðamenn frá norrænum miðlum á borð við Aftenposten. Þá var sjónvarpsstöðin Al-Jazeera með beina útsendingu frá Alþingishúsinu í gær. Fjölmargir aðrir miðlar fjölluðu um málið. Tvær af stærstu fréttaveitum heimsins, AP og AFP, fjalla um málið. Þá eru viðskiptamiðlarnir The Financial Times og Bloomberg með umfjöllun ásamt síðum á borð við Mashable og ABC í Bandaríkjunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. Framan af degi voru áberandi fréttir af fundi forsætisráðherra og forseta Íslands. Frétt BBC um málið var efst á fréttasíðu vefsins og þar var farið yfir ákvörðun forseta um að verða ekki við ósk Sigmundar Davíðs um heimild til þingrofs. CNN-fréttastofan greindi frá því sem stórfrétt að Sigmundur Davíð væri hættur og vitnaði í mótmælendur á Austurvelli sem kröfðust kosninga þrátt fyrir að hann hefði stigið til hliðar. „Ísland getur ekki verið eina vestræna evrópska lýðræðisríkið með leiðtoga í þessari stöðu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í viðtali við breska miðilinn The Guardian í gær, sem hefur fjallað ítarlega um Ísland og málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fráfarandi forsætisráðherra, undanfarna daga. Við Bessastaði biðu blaðamenn frá norrænum miðlum á borð við Aftenposten. Þá var sjónvarpsstöðin Al-Jazeera með beina útsendingu frá Alþingishúsinu í gær. Fjölmargir aðrir miðlar fjölluðu um málið. Tvær af stærstu fréttaveitum heimsins, AP og AFP, fjalla um málið. Þá eru viðskiptamiðlarnir The Financial Times og Bloomberg með umfjöllun ásamt síðum á borð við Mashable og ABC í Bandaríkjunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira