Píratar mælast með 43 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar. Píratar bæta mestu við sig milli kannana og eru sem fyrr stærsti flokkur landsins og eru nú með 43 prósenta fylgi. Það er mesta fylgi sem þeir hafa mælst með í könnunum Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður næststærsti flokkurinn. Atburðir liðinna daga hafa verið án fordæma sé litið til stjórnmálanna. Um miðjan mars viðurkenndi forsætisráðherrafrúin, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, að hún ætti félag sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og hefði gert kröfu í föllnu bankana samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sætti mikilli gagnrýni fyrir að þessar upplýsingar hefðu ekki verið birtar fyrr. Gagnrýnin náði svo hámarki eftir viðtal sem birtist í Kastljósi á sunnudaginn, þar sem forsætisráðherrann gekk út í miðju viðtali. Í gær var því svo lýst yfir að Sigmundur myndi segja af sér embætti. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þau Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal, tengjast einnig aflandsfélögum sem stofnuð voru fyrir bankahrun.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/ValliÍ könnun sem Fréttablaðið gerði 4. og 5. apríl var afstaða til stjórnmálaflokkanna könnuð. Flestir, eða 43 prósent svarenda, segjast myndu kjósa Pírata ef kosið yrði í dag, næstflestir eða 21,6 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 11,2 prósent myndu kjósa Vinstri græna, 10,2 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, 7,9 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 3,8 prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Þá sögðust 15,5 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 14 prósent sögðust vera óákveðið en 13,9 prósent svöruðu ekki. „Það er marktækur munur á fylgi stjórnarflokkanna á milli kannana og þeir eru að missa fylgi. Hins vegar breytast stjórnmálin á hverri klukkustund og það er erfitt að segja hvaða vísbendingu þetta gefur um framtíðina,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, um niðurstöðuna. Hann segir enn fremur áhugavert að sjá að stuðningur við Pírata aukist frekar en stuðningurinn við gömlu flokkana, Samfylkinguna og VG. Hringt var í 1.052 þangað til náðist í 800 svarendur og var svarhlutfall því 76,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá. 56,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Skilgreiningar súlnanna hafa víxlast í blaðinu, en myndin hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira