Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun láta af embætti forsætisráðherra en halda áfram þingmennsku. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, greindu frá því í gær að þeir myndu reyna stjórnarmyndun á næstu dögum. „Ef við horfum á það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili þá er það ekki svo að það hafi verið stjórnarstefnan eða verk ríkisstjórnarinnar sem hafi sætt sérstakri gagnrýni. Það eru þessir atburðir síðustu daga sem hafa dregið fram þessi miklu mótmæli og kröfu um breytingar,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir að hann átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í gær. Öll spjót hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að Kastljósið sýndi viðtal sænsks fjölmiðlamanns við ráðherrann á sunnudag þar sem hann var spurður út í tengsl sín við félagið Wintris, sem er í eigu eiginkonu hans. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Eins og áður hefur verið rakið tengdist Bjarni Benediktsson hlut í félaginu Falson & Co sem stofnað var fyrir tíu árum og skráð á Seychelles-eyjum. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafði, ásamt eiginmanni sínum, prókúru fyrir félagið Dooley Securities sem Landsbankinn í Lúxemborg stofnaði 2006. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem Fréttablaðið gerði í gærkvöldi og mánudagskvöld vilja 56 prósent svarenda að Bjarni segi af sér ráðherraembætti vegna tengsla sinna við aflandsfélagið, 25 prósent vilja ekki að hann segi af sér, 17 prósent eru óákveðin og tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent vilja að Bjarni segi af sér en 31 prósent vill það ekki. Einnig voru svarendur spurðir að því hvort þeir teldu að Ólöf Nordal innanríkisráðherra ætti að segja af sér. Alls 48 prósent telja að hún eigi að segja af sér en 28 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér, 22 prósent eru óákveðin en tvö prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 63 prósent vilja að Ólöf segi af sér en 37 prósent vilja það ekki. Í könnun Fréttablaðsins var fylgi flokka kannað eins og sjá má í Fréttablaðinu í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira