Deginum lýst sem leikhúsi fáránleikans Svavar Hávarðsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum. vísir/Anton Það var í anda dagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt sérstakan blaðamannafund um kvöldmatarleytið í gær til að bera af sér fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að hann hafi logið að fjölmiðlum um erindi hans á fundi þeirra á Bessastöðum nokkrum tímum fyrr. Það var lokahnykkur atburðarásar sem viðmælendur Fréttablaðsins lýsa sem leikhúsi fáránleikans. Eftir fjölmennustu mótmæli íslenskrar sögu á Austurvelli á mánudag, þar sem afsögn Sigmundar Davíðs var krafist eftir hneykslismál hans og að ríkisstjórn hans skilaði umboði sínu, kom engum á óvart að atburðarásin yrði áfram söguleg.Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni, oddvitar ríkisstjórnarinnar, funduðu í morgunsárið, um leið og Bjarni hafði losað sig við ferðatöskuna, en hann kom fyrst til landsins í gærmorgun eftir frí erlendis. Fátt fréttist framan af degi um samtal þeirra, nokkuð sem Bjarni skýrði síðla dags. Þar sagði hann forsætisráðherra að ekki yrði haldið áfram án breytinga, sem engum duldist sem á hlýddu að þýddi að hann hafði sagt Sigmundi að hann yrði að víkja. Svar Sigmundar birtist landsmönnum á Facebook-síðu hans þar sem hann þakkaði fjármálaráðherra fyrir góðan fund en birti hótun sem varð ekki misskilin um að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi hann ekki sem forsætisráðherra þá myndi hann sjá til þess að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Að því sögðu bað hann um að fundi með Ólafi Ragnari yrði flýtt, en hann var ekki á dagskrá fyrr en einum og hálfum tíma síðar – eða klukkan eitt. Erindi fundarins lýsti Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum – Sigmundur Davíð kom til að fá vilyrði fyrir því að rjúfa þing strax – eða síðar eftir hentugleikum hans. Því hafnaði Ólafur Ragnar, og með það svar hvarf Sigmundur á fund þingflokks síns sem hafði hafið fund í Alþingishúsinu án hans. Síðar kom í ljós að hann gerði það að tillögu sinni að víkja fyrir varaformanni sínum í stóli forsætisráðherra – en halda þingsæti sínu og leiða Framsóknarflokkinn áfram. Það var samþykkt af þingflokknum. Þetta kynnti Sigurður Ingi landsmönnum en Sigmundur Davíð hvarf á brott án þess að tala við fjölmiðla. Ólafur Ragnar sagði í hnotskurn eftir fundinn með Sigmundi að án vitneskju samstarfsflokks hans og þingflokks hefði aldrei komið til greina að samþykkja erindi forsætisráðherra – þingrof. Nokkuð sem Sigmundur Davíð sagði forsetann hafa logið um, eins og fyrr segir. Í beinni útsendingu lýstu stjórnsýslu- og sagnfræðingar því að hér væri brotið blað í stjórnmálasögu Íslands – neitun af þessu tagi væri fordæmalaus – eins og dagurinn allur. Á meðan á þessu stóð var hálfgert upplausnarástand í Alþingishúsinu þar sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu undrun – og jafnvel viðbjóði – á atburðarásinni. Þingmenn stjórnarflokkanna tjáðu sig ekki lengi dags, með þeirri undantekningu að framsóknarmenn lýstu óánægju með að Sigmundur Davíð ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann hélt til Bessastaða – var ljóst að forsætisráðherra var með öllu einangraður í baráttunni fyrir að halda forsætisráðherrastólnum. Seinnipart dags fundaði Bjarni Benediktsson með þingflokki sínum í Valhöll og hélt rakleiðis til Bessastaða að honum loknum. Þar var sú hugmynd kynnt og rædd að samstarf stjórnarflokkanna yrði endurnýjað með Sigurð Inga í forsæti. Á meðan þessi atburðarás var rakin í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna hélt stór hópur fólks gangandi upp að Valhöll, og reiði fólksins duldist engum. Virðist það vera upptaktur næstu daga enda ljóst að mörgum þykir erfitt að kyngja niðurstöðu stjórnarherranna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Það var í anda dagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt sérstakan blaðamannafund um kvöldmatarleytið í gær til að bera af sér fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að hann hafi logið að fjölmiðlum um erindi hans á fundi þeirra á Bessastöðum nokkrum tímum fyrr. Það var lokahnykkur atburðarásar sem viðmælendur Fréttablaðsins lýsa sem leikhúsi fáránleikans. Eftir fjölmennustu mótmæli íslenskrar sögu á Austurvelli á mánudag, þar sem afsögn Sigmundar Davíðs var krafist eftir hneykslismál hans og að ríkisstjórn hans skilaði umboði sínu, kom engum á óvart að atburðarásin yrði áfram söguleg.Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni, oddvitar ríkisstjórnarinnar, funduðu í morgunsárið, um leið og Bjarni hafði losað sig við ferðatöskuna, en hann kom fyrst til landsins í gærmorgun eftir frí erlendis. Fátt fréttist framan af degi um samtal þeirra, nokkuð sem Bjarni skýrði síðla dags. Þar sagði hann forsætisráðherra að ekki yrði haldið áfram án breytinga, sem engum duldist sem á hlýddu að þýddi að hann hafði sagt Sigmundi að hann yrði að víkja. Svar Sigmundar birtist landsmönnum á Facebook-síðu hans þar sem hann þakkaði fjármálaráðherra fyrir góðan fund en birti hótun sem varð ekki misskilin um að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi hann ekki sem forsætisráðherra þá myndi hann sjá til þess að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Að því sögðu bað hann um að fundi með Ólafi Ragnari yrði flýtt, en hann var ekki á dagskrá fyrr en einum og hálfum tíma síðar – eða klukkan eitt. Erindi fundarins lýsti Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum – Sigmundur Davíð kom til að fá vilyrði fyrir því að rjúfa þing strax – eða síðar eftir hentugleikum hans. Því hafnaði Ólafur Ragnar, og með það svar hvarf Sigmundur á fund þingflokks síns sem hafði hafið fund í Alþingishúsinu án hans. Síðar kom í ljós að hann gerði það að tillögu sinni að víkja fyrir varaformanni sínum í stóli forsætisráðherra – en halda þingsæti sínu og leiða Framsóknarflokkinn áfram. Það var samþykkt af þingflokknum. Þetta kynnti Sigurður Ingi landsmönnum en Sigmundur Davíð hvarf á brott án þess að tala við fjölmiðla. Ólafur Ragnar sagði í hnotskurn eftir fundinn með Sigmundi að án vitneskju samstarfsflokks hans og þingflokks hefði aldrei komið til greina að samþykkja erindi forsætisráðherra – þingrof. Nokkuð sem Sigmundur Davíð sagði forsetann hafa logið um, eins og fyrr segir. Í beinni útsendingu lýstu stjórnsýslu- og sagnfræðingar því að hér væri brotið blað í stjórnmálasögu Íslands – neitun af þessu tagi væri fordæmalaus – eins og dagurinn allur. Á meðan á þessu stóð var hálfgert upplausnarástand í Alþingishúsinu þar sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu undrun – og jafnvel viðbjóði – á atburðarásinni. Þingmenn stjórnarflokkanna tjáðu sig ekki lengi dags, með þeirri undantekningu að framsóknarmenn lýstu óánægju með að Sigmundur Davíð ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann hélt til Bessastaða – var ljóst að forsætisráðherra var með öllu einangraður í baráttunni fyrir að halda forsætisráðherrastólnum. Seinnipart dags fundaði Bjarni Benediktsson með þingflokki sínum í Valhöll og hélt rakleiðis til Bessastaða að honum loknum. Þar var sú hugmynd kynnt og rædd að samstarf stjórnarflokkanna yrði endurnýjað með Sigurð Inga í forsæti. Á meðan þessi atburðarás var rakin í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna hélt stór hópur fólks gangandi upp að Valhöll, og reiði fólksins duldist engum. Virðist það vera upptaktur næstu daga enda ljóst að mörgum þykir erfitt að kyngja niðurstöðu stjórnarherranna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira