Deginum lýst sem leikhúsi fáránleikans Svavar Hávarðsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum. vísir/Anton Það var í anda dagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt sérstakan blaðamannafund um kvöldmatarleytið í gær til að bera af sér fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að hann hafi logið að fjölmiðlum um erindi hans á fundi þeirra á Bessastöðum nokkrum tímum fyrr. Það var lokahnykkur atburðarásar sem viðmælendur Fréttablaðsins lýsa sem leikhúsi fáránleikans. Eftir fjölmennustu mótmæli íslenskrar sögu á Austurvelli á mánudag, þar sem afsögn Sigmundar Davíðs var krafist eftir hneykslismál hans og að ríkisstjórn hans skilaði umboði sínu, kom engum á óvart að atburðarásin yrði áfram söguleg.Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni, oddvitar ríkisstjórnarinnar, funduðu í morgunsárið, um leið og Bjarni hafði losað sig við ferðatöskuna, en hann kom fyrst til landsins í gærmorgun eftir frí erlendis. Fátt fréttist framan af degi um samtal þeirra, nokkuð sem Bjarni skýrði síðla dags. Þar sagði hann forsætisráðherra að ekki yrði haldið áfram án breytinga, sem engum duldist sem á hlýddu að þýddi að hann hafði sagt Sigmundi að hann yrði að víkja. Svar Sigmundar birtist landsmönnum á Facebook-síðu hans þar sem hann þakkaði fjármálaráðherra fyrir góðan fund en birti hótun sem varð ekki misskilin um að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi hann ekki sem forsætisráðherra þá myndi hann sjá til þess að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Að því sögðu bað hann um að fundi með Ólafi Ragnari yrði flýtt, en hann var ekki á dagskrá fyrr en einum og hálfum tíma síðar – eða klukkan eitt. Erindi fundarins lýsti Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum – Sigmundur Davíð kom til að fá vilyrði fyrir því að rjúfa þing strax – eða síðar eftir hentugleikum hans. Því hafnaði Ólafur Ragnar, og með það svar hvarf Sigmundur á fund þingflokks síns sem hafði hafið fund í Alþingishúsinu án hans. Síðar kom í ljós að hann gerði það að tillögu sinni að víkja fyrir varaformanni sínum í stóli forsætisráðherra – en halda þingsæti sínu og leiða Framsóknarflokkinn áfram. Það var samþykkt af þingflokknum. Þetta kynnti Sigurður Ingi landsmönnum en Sigmundur Davíð hvarf á brott án þess að tala við fjölmiðla. Ólafur Ragnar sagði í hnotskurn eftir fundinn með Sigmundi að án vitneskju samstarfsflokks hans og þingflokks hefði aldrei komið til greina að samþykkja erindi forsætisráðherra – þingrof. Nokkuð sem Sigmundur Davíð sagði forsetann hafa logið um, eins og fyrr segir. Í beinni útsendingu lýstu stjórnsýslu- og sagnfræðingar því að hér væri brotið blað í stjórnmálasögu Íslands – neitun af þessu tagi væri fordæmalaus – eins og dagurinn allur. Á meðan á þessu stóð var hálfgert upplausnarástand í Alþingishúsinu þar sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu undrun – og jafnvel viðbjóði – á atburðarásinni. Þingmenn stjórnarflokkanna tjáðu sig ekki lengi dags, með þeirri undantekningu að framsóknarmenn lýstu óánægju með að Sigmundur Davíð ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann hélt til Bessastaða – var ljóst að forsætisráðherra var með öllu einangraður í baráttunni fyrir að halda forsætisráðherrastólnum. Seinnipart dags fundaði Bjarni Benediktsson með þingflokki sínum í Valhöll og hélt rakleiðis til Bessastaða að honum loknum. Þar var sú hugmynd kynnt og rædd að samstarf stjórnarflokkanna yrði endurnýjað með Sigurð Inga í forsæti. Á meðan þessi atburðarás var rakin í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna hélt stór hópur fólks gangandi upp að Valhöll, og reiði fólksins duldist engum. Virðist það vera upptaktur næstu daga enda ljóst að mörgum þykir erfitt að kyngja niðurstöðu stjórnarherranna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
Það var í anda dagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt sérstakan blaðamannafund um kvöldmatarleytið í gær til að bera af sér fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að hann hafi logið að fjölmiðlum um erindi hans á fundi þeirra á Bessastöðum nokkrum tímum fyrr. Það var lokahnykkur atburðarásar sem viðmælendur Fréttablaðsins lýsa sem leikhúsi fáránleikans. Eftir fjölmennustu mótmæli íslenskrar sögu á Austurvelli á mánudag, þar sem afsögn Sigmundar Davíðs var krafist eftir hneykslismál hans og að ríkisstjórn hans skilaði umboði sínu, kom engum á óvart að atburðarásin yrði áfram söguleg.Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni, oddvitar ríkisstjórnarinnar, funduðu í morgunsárið, um leið og Bjarni hafði losað sig við ferðatöskuna, en hann kom fyrst til landsins í gærmorgun eftir frí erlendis. Fátt fréttist framan af degi um samtal þeirra, nokkuð sem Bjarni skýrði síðla dags. Þar sagði hann forsætisráðherra að ekki yrði haldið áfram án breytinga, sem engum duldist sem á hlýddu að þýddi að hann hafði sagt Sigmundi að hann yrði að víkja. Svar Sigmundar birtist landsmönnum á Facebook-síðu hans þar sem hann þakkaði fjármálaráðherra fyrir góðan fund en birti hótun sem varð ekki misskilin um að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi hann ekki sem forsætisráðherra þá myndi hann sjá til þess að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Að því sögðu bað hann um að fundi með Ólafi Ragnari yrði flýtt, en hann var ekki á dagskrá fyrr en einum og hálfum tíma síðar – eða klukkan eitt. Erindi fundarins lýsti Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum – Sigmundur Davíð kom til að fá vilyrði fyrir því að rjúfa þing strax – eða síðar eftir hentugleikum hans. Því hafnaði Ólafur Ragnar, og með það svar hvarf Sigmundur á fund þingflokks síns sem hafði hafið fund í Alþingishúsinu án hans. Síðar kom í ljós að hann gerði það að tillögu sinni að víkja fyrir varaformanni sínum í stóli forsætisráðherra – en halda þingsæti sínu og leiða Framsóknarflokkinn áfram. Það var samþykkt af þingflokknum. Þetta kynnti Sigurður Ingi landsmönnum en Sigmundur Davíð hvarf á brott án þess að tala við fjölmiðla. Ólafur Ragnar sagði í hnotskurn eftir fundinn með Sigmundi að án vitneskju samstarfsflokks hans og þingflokks hefði aldrei komið til greina að samþykkja erindi forsætisráðherra – þingrof. Nokkuð sem Sigmundur Davíð sagði forsetann hafa logið um, eins og fyrr segir. Í beinni útsendingu lýstu stjórnsýslu- og sagnfræðingar því að hér væri brotið blað í stjórnmálasögu Íslands – neitun af þessu tagi væri fordæmalaus – eins og dagurinn allur. Á meðan á þessu stóð var hálfgert upplausnarástand í Alþingishúsinu þar sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu undrun – og jafnvel viðbjóði – á atburðarásinni. Þingmenn stjórnarflokkanna tjáðu sig ekki lengi dags, með þeirri undantekningu að framsóknarmenn lýstu óánægju með að Sigmundur Davíð ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann hélt til Bessastaða – var ljóst að forsætisráðherra var með öllu einangraður í baráttunni fyrir að halda forsætisráðherrastólnum. Seinnipart dags fundaði Bjarni Benediktsson með þingflokki sínum í Valhöll og hélt rakleiðis til Bessastaða að honum loknum. Þar var sú hugmynd kynnt og rædd að samstarf stjórnarflokkanna yrði endurnýjað með Sigurð Inga í forsæti. Á meðan þessi atburðarás var rakin í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna hélt stór hópur fólks gangandi upp að Valhöll, og reiði fólksins duldist engum. Virðist það vera upptaktur næstu daga enda ljóst að mörgum þykir erfitt að kyngja niðurstöðu stjórnarherranna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira