„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. apríl 2016 19:48 „Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag. Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram. Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang Panama-skjölin Tengdar fréttir „Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55 Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Burt með bófana, alla ríkisstjórnina!,“ var slagorð mótmælendanna sem mótmæltu alla leið frá Alþingishúsinu að Valhöll í kvöld. Á leiðinni þangað var stoppað við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. Mótmælunum er nú lokið og fóru þau friðsamlega fram. Eitthvað var um eggjakast og annað og ljóst að töluvert þarf að þrífa við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið klukkan fimm í kvöld en svo skyndilega yfirgaf hópurinn Austurvöll og hélt af stað í átt að stjórnarráðinu. Ekki var stoppað þar, heldur haldið áfram upp Hverfisgötu í átt að höfuðstöðvum Framsóknarflokksins. Eftir um hálftíma mótmæli á Hverfisgötu var haldið upp Laugarveg í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Það var hópurinn Beinar aðgerðir sem stóð fyrir mótmælunum í dag en þau voru tilkynnt á Facebook síðu þeirra í morgun. Þetta er annar hópur en stóð fyrir mótmælunum í gær en þá voru það Skiltakallarnir, eins og þeir kalla sig, sem sáu um skipulag. Mótmælendur tístu á meðan á ferðalagi þeirra stóð og deildu myndum á Instagram. Lögreglan var mætt á staðinn áður en fyrstu mótmælendur náðu að Valhöll. Bjarni Ben var þó fjarri góðu gamni en hann yfirgaf höfuðstöðvarnar og fór yfir á Hilton Hotel áður en lætin hófust.Bjarni var farinn áður en mótmælin náðu að Valhöll.Vísir/Magnús Wolfang
Panama-skjölin Tengdar fréttir „Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55 Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
„Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“ Hvetur Íslendinga til að mæta á mótmæli á Austurvelli klukkan fimm í dag. 5. apríl 2016 15:55
Fjöldinn skiptir ekki öllu „Mannfjöldinn er ekki það sem skiptir höfuðmáli heldur það hvernig fólk hagar sér,“ segir aðalvarðstjóri. 5. apríl 2016 11:27
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53