Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2016 17:03 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu. Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar. „Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“ Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu. Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar. „Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“ Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04
Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40