Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 16:40 Sigmundur fundaði með forsetanum í dag. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafnar þeim fullyrðingum að hann hafi óskað eftir þingrofi á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem barst fréttastofu rétt í þessu. „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra og forseti virðast hafa misskilið hvorn annan á fundinum.VísirForseti boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Ólafur Ragnar sagði ráðuneytið hafa mætt með bréf til undirritunar „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með sér, að sögn bréf, sem ég myndi undirrita hér á Bessastöðum,“ sagði Ólafur Ragnar í dag. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar við blaðamenn að fundi loknum. Tilkynningin barst í kjölfarið á ummælum Bjarna Fyrir liggur að Sigmundur mun ekki halda áfram sem forsætisráðherra landsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi Framsóknarflokksins í dag að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra en halda áfram sem formaður flokksins. Tillaga Framsóknar er að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir eftir fund sinn með forseta í dag að hann hefði áhuga á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi með Framsókn. Hins vegar gaf hann ekki upp um skoðanir sínar á tillögu Framsóknar. Hann sagði það þó ekki höfuðatriði að hann fengi stöðu forsætisráðherra. „Alls ekki.“ Það vekur athygli að tilkynningin frá forsætisráðuneytinu barst stuttu eftir viðtalið við Bjarna en í viðtalinu var hann spurður út í fund Sigmundar Davíðs og forseta. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Blaðamannafund Ólafs Ragnars í heild má sjá eftir 40 mínútur í spilaranum að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafnar þeim fullyrðingum að hann hafi óskað eftir þingrofi á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem barst fréttastofu rétt í þessu. „Forsætisráðherra og forseti Íslands áttu fund á Bessastöðum nú laust fyrir hádegi í dag. Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hygðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir,“ segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra og forseti virðast hafa misskilið hvorn annan á fundinum.VísirForseti boðaði óvænt til blaðamannafundar eftir fund þeirra Sigmundar Davíðs í hádeginu og tilkynnti þjóðinni að hann hefði hafnað þeirri ósk Sigmundar að hann fengi heimild til þess að rjúfa þing, nú eða síðar. Ólafur Ragnar sagði ráðuneytið hafa mætt með bréf til undirritunar „Við töluðum saman í gær þegar ég var á leið til landsins í síma og ákváðum að við myndum hittast hér á Bessastöðum klukkan 13 í dag. Svo barst mér sú ósk rúmlega 11 í morgun að forsætisráðherra vildi koma strax hingað til Bessastaða og ég ákvað að verða við þeirri ósk og frestaði fundi sem ég hafði ákveðið með forseta þings sem hér er í opinberri heimsókn. Erindi forsætisráðherra á fundinn var að kanna afstöðu mína og óska eftir samþykki við því að ég veitti honum heimild annað hvort nú þegar eða síðar til þess að rjúfa þing. Með honum í för voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu með sér, að sögn bréf, sem ég myndi undirrita hér á Bessastöðum,“ sagði Ólafur Ragnar í dag. „Þessum fundi lauk því á þann hátt að ég var ekki reiðubúinn til þess að undirrita yfirlýsingu um þingrof né gefa forsætisráðherra fyrirfram neitt fyrirheit um það hvort ég myndi samþykkja þá beiðni fyrr en ég vissi og hefði átt samtöl við forystumenn annarra flokka um hver þeirra afstaða væri,“ sagði Ólafur Ragnar við blaðamenn að fundi loknum. Tilkynningin barst í kjölfarið á ummælum Bjarna Fyrir liggur að Sigmundur mun ekki halda áfram sem forsætisráðherra landsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi Framsóknarflokksins í dag að hann myndi segja af sér sem forsætisráðherra en halda áfram sem formaður flokksins. Tillaga Framsóknar er að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir eftir fund sinn með forseta í dag að hann hefði áhuga á að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi með Framsókn. Hins vegar gaf hann ekki upp um skoðanir sínar á tillögu Framsóknar. Hann sagði það þó ekki höfuðatriði að hann fengi stöðu forsætisráðherra. „Alls ekki.“ Það vekur athygli að tilkynningin frá forsætisráðuneytinu barst stuttu eftir viðtalið við Bjarna en í viðtalinu var hann spurður út í fund Sigmundar Davíðs og forseta. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Blaðamannafund Ólafs Ragnars í heild má sjá eftir 40 mínútur í spilaranum að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Sjá meira