Sigmundur Davíð algjörlega einangraður Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 14:23 Sigmundur Davíð er nú algerlega einangraður og svo virðist sem hans eigin flokksmenn hafi snúið við honum baki. visir/vilhelm Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við. Panama-skjölin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór í Stjórnarráðsbygginguna og dvaldi þar einn í um klukkustund ræddu nokkrir þingmanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Án Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er algerlega einangraður. Hann þykir hafa spilað einleik þegar hann setti Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar og sagðist þess albúinn að rjúfa þing ef hann nyti ekki stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Fram hefur komið að þetta gerði hann án samráðs við þingflokkinn, Karl Garðarsson þingmaður gat vart leynt sárindum sínum þegar hann tjáði sig um málið í sjónvarpsviðtali nú fyrr í dag. Sigmundur fór til fundar við forsetann fyrr í dag, og bað um heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar Grímsson forseti, neitaði honum um þá heimild fyrr en hann hefði ráðgast við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og aðra stjórnmálaleiðtoga um hugsanlegt framhald. Nú var að hefjast fundur Sjálfstæðismanna í Valhöll en svo er gert ráð fyrir því að Bjarni fari á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Samkvæmt heimildum Vísis eru þingmenn flokkanna vera að skoða möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, þá líklega undir forsæti Bjarna, með þátttöku Framsóknarflokksins, en þá án Sigmundar Davíðs. Til þess ber að líta að staðan er þröng. Greint hefur verið frá því að bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru tengdir aflandsfélögum og þingmenn Framsóknarflokksins eru vart trúverðugir eftir að hafa lagst í mikla vörn fyrir formanninn – án þess að vita hvað var í vændum varðandi fréttaflutning af tengslum hans við Wintris, og frægt viðtal við Sigmund sem sýnt var í Kastljósi í vikunni. Nokkuð sem Sigmundur Davíð hins vegar vissi en virðist ekki hafa greint neinum frá, né varað samstarfsfólk sitt við.
Panama-skjölin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira