Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 11:27 Júlíus Vífill er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sveinbjörg Birna borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Vísir Sú tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag að mál borgarfulltrúana Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur verði rædd á borgarstjórnarfundi. Þá fer forsætisnefnd fram á það að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar rannsaki hvort borgarfulltrúarnir hafi farið á svig við lög. Mál þessi varða upplýsingar sem fram koma í Panama-skjölunum um eignir borgarfulltrúana á aflandseyjum. Þetta staðfestir forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir í samtali við Vísi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sveinbjörg í fæðingarorlofi„Það var aukafundur í forsætisnefnd í morgun. Þar samþykktum við að fela innri endurskoðanda að rannsaka hvort lög og reglur hafi verið brotin með einhverjum hætti,“ segir Sóley. Hún játar því að hún hafi áhyggjur af ímynd borgarinnar vegna þessara mála. „Einmitt þess vegna er brýnt að þessi úttekt verði gert vegna þess að það má aldrei leika vafi á hæfi kjörinna fulltrúa undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona að það að tveir borgarfulltrúar ákveði að fjárfesta með þessum hætti valdi því ekki að fólk setji okkur öll undir sömu sök.“ Gert er ráð fyrir því að Júlíus Vífill mæti á fundinn enda sitjandi borgarfulltrúi. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi og segir Sóley ekki hægt að gera sömu kröfu á að hún mæti og svari fyrirspurnum. Hér má sjá tillöguna sem lögð verður fyrir borgarstjórnarfund klukkan tvö í dag:„Í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa sem fluttar hafa verið að undanförnu telur forsætisnefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlítar. Því er þess farið á leit við innri endurskoðun og regluvörð borgarinnar að kannað verði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Að sama skapi er óskað eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til skoðunar í samræmi við hlutverk nefndarinnar og 29. gr. sveitarstjórnarlaga.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Sú tillaga verður lögð fram á borgarstjórnarfundi í dag að mál borgarfulltrúana Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Sveinbjargar Birnu Björnsdóttur verði rædd á borgarstjórnarfundi. Þá fer forsætisnefnd fram á það að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar rannsaki hvort borgarfulltrúarnir hafi farið á svig við lög. Mál þessi varða upplýsingar sem fram koma í Panama-skjölunum um eignir borgarfulltrúana á aflandseyjum. Þetta staðfestir forseti borgarstjórnar Sóley Tómasdóttir í samtali við Vísi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í gögnunum en hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna,” segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði aflandsfélag í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sveinbjörg í fæðingarorlofi„Það var aukafundur í forsætisnefnd í morgun. Þar samþykktum við að fela innri endurskoðanda að rannsaka hvort lög og reglur hafi verið brotin með einhverjum hætti,“ segir Sóley. Hún játar því að hún hafi áhyggjur af ímynd borgarinnar vegna þessara mála. „Einmitt þess vegna er brýnt að þessi úttekt verði gert vegna þess að það má aldrei leika vafi á hæfi kjörinna fulltrúa undir nokkrum kringumstæðum. En ég vona að það að tveir borgarfulltrúar ákveði að fjárfesta með þessum hætti valdi því ekki að fólk setji okkur öll undir sömu sök.“ Gert er ráð fyrir því að Júlíus Vífill mæti á fundinn enda sitjandi borgarfulltrúi. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi og segir Sóley ekki hægt að gera sömu kröfu á að hún mæti og svari fyrirspurnum. Hér má sjá tillöguna sem lögð verður fyrir borgarstjórnarfund klukkan tvö í dag:„Í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu borgarfulltrúa sem fluttar hafa verið að undanförnu telur forsætisnefnd brýnt að til þess bærir aðilar kanni málin til hlítar. Því er þess farið á leit við innri endurskoðun og regluvörð borgarinnar að kannað verði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Að sama skapi er óskað eftir því að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga taki málið til skoðunar í samræmi við hlutverk nefndarinnar og 29. gr. sveitarstjórnarlaga.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04