„Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp, á hvaða stað erum við þá?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 21:51 Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður, hjá Reykjavík Media, segir í viðtali við Vísi.is að þjóðin myndi ekki vita af aflandsfélögum stjórnmálamanna á Íslandi í dag hefði það ekki verið fyrir Panama-lekann svokallaða. „Ráðherrarnir hefðu aldrei komið fram og sagt frá þeim,“ fullyrðir hann. „Það eina sem skipti mig máli var að koma þessu upplýsingum út því almenningur á heimtingu að vita um akkúrat þessi mál. Það er kannski þess vegna sem almenningur er með þessar stóru spurningar sem varða kannski ekki lagaleg atriði heldur siðferði“.Snýst um embættið, ekki manninn Jóhannes Kr. og Reykjavík Media eru í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists sem komu upplýsingunum áfram til hans um Panama-lekann fyrir um 10 mánuðum síðan eftir að þeir urðu varir við hversu stór hluti málanna tengdust Íslandi. Þegar kom að því meta hvert mál fyrir sig segir Jóhannes Kr. gott að hafa haft erlendu samstarfsmenn sína sem spegil. „Þeir mátu málið þannig að þetta snérist ekki um lagatæknileg atriði heldur fyrst og fremst um siðferði. Við erum ekki að tala um einstaklinginn, heldur embættið. Þetta er valdamesti maður landsins. Ef siðferðið er ekki í lagi hjá þessum hóp fólks, á hvaða stað erum við þá?“. Jóhannes Kr. bendir á að það sé ekki ólöglegt að eiga aflandsfélag. „En afhverju er fólk að nota aflandsfélög ef það er ekkert skattalegt hagræði í því? Það er mjög erfitt fyrir Skattrannsóknarstjóra að sannreyna þær upplýsingar sem gefnar eru upp á skattframtali. Ef það er grunur um að það vanti frekari upplýsingar þá er ekkert auðsótt mál að ná í þær upplýsingar“.Karolinafund gengur vel Jóhannes Kr. og Reykjavík Media hafa sett af stað söfnun á Karolina Fund til þess að safna fyrir starfssemi fjölmiðilsins. Hann segist finna fyrir miklum stuðningi við sig persónulega en eftir að Kastljós-þátturinn í gærkvöldi fór í loftið náði söfnunin 40 þúsund evra markinu en þar var lágmarkið sett. Enn eru 31 dagur eftir af söfnuninni en nú þegar hafa safnast tæpar 70 þúsund evrur. „Ég er búinn að vera vinna í þessu í 10 mánuði og hef neitað störfum í fjölmiðlageiranum til þess að vera í þessu. Stuðningurinn skiptir máli fyrir mig. Ég er búinn að hanga í þessu í öll þessu ár, inn og út af fjölmiðlum. Það mikilvægasta sem blaðamaður hefur er traust og ég finn að ég hef það“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58 Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Stofnandi Mossack Fonseca: „Einkalíf fólks sjálfsögð mannréttindi“ "Þetta er glæpur, alvarlegur glæpur,“ segir Ramon Fonseca um leka á yfir ellefu milljón skjölum úr smiðju lögmannsstofunnar á Panama. 4. apríl 2016 08:58
Umsvif Mossack Fonseca eru gríðarleg Lögmannsstofan sem er miðpunktur stærsta gagnaleka sögunnar hefur stofnað um 300 þúsund aflandsfélög fyrir viðskiptavini sína. 4. apríl 2016 10:56