Mótmælin á Austurvelli: Sænskir túristar fastir í bíl og mótmælendur vopnaðir banönum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. apríl 2016 09:00 Mótmælendur töldu táknrænt að mæta með banana á Austurvöll. Visir/Villhelm Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer. Panama-skjölin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer.
Panama-skjölin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira