Framsóknarmenn á Akureyri snúa baki við Sigmundi Bjarki Ármannsson skrifar 4. apríl 2016 21:05 Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Vísir/Auðunn Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann flokksins, að segja af sér. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þar í bæ segja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar brostna. Í áskorun sem báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, varabæjarfulltrúar og fleiri skrifa undir segir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli Sigmundar og landsmanna allra. Því skori hópurinn á Sigmund að segja sig frá störfum forsætisráðherra án frekari tafa. Mikill styr stendur nú um ríkisstjórn Sigmundar í kjölfar umfjöllunar um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar auk þess sem þúsundir manns kröfðust afsagnar stjórnarinnar á Austurvelli í kvöld. Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag Norðausturkjördæmis, kjördæmis Sigmundar. Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið sömuleiðis að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Jóhannes, sem sat í átta ár í bæjarstjórn Akureyrar, segir „heiftarlegan dómgreindarbrest“ forsætisráðherra í Wintris-málinu gera hann óhæfan til áframhaldandi setu. Hann segir stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn lokið ef Sigmundur segir ekki af sér. „Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu,“ skrifar Jóhannes. „Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið.“Innlegg Jóhannesar má sjá hér fyrir neðan.Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og...Posted by Jóhannes Gunnar Bjarnason on 4. apríl 2016Í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og bæjarfulltrúa flokksins í bænum segir jafnframt að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar sé brostinn og hún geti ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag verið tregir til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Sigmund. Ríkisstjórnarfundur, sem fara átti fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53 Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann flokksins, að segja af sér. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þar í bæ segja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar brostna. Í áskorun sem báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, varabæjarfulltrúar og fleiri skrifa undir segir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli Sigmundar og landsmanna allra. Því skori hópurinn á Sigmund að segja sig frá störfum forsætisráðherra án frekari tafa. Mikill styr stendur nú um ríkisstjórn Sigmundar í kjölfar umfjöllunar um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar auk þess sem þúsundir manns kröfðust afsagnar stjórnarinnar á Austurvelli í kvöld. Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag Norðausturkjördæmis, kjördæmis Sigmundar. Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið sömuleiðis að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Jóhannes, sem sat í átta ár í bæjarstjórn Akureyrar, segir „heiftarlegan dómgreindarbrest“ forsætisráðherra í Wintris-málinu gera hann óhæfan til áframhaldandi setu. Hann segir stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn lokið ef Sigmundur segir ekki af sér. „Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu,“ skrifar Jóhannes. „Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið.“Innlegg Jóhannesar má sjá hér fyrir neðan.Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og...Posted by Jóhannes Gunnar Bjarnason on 4. apríl 2016Í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og bæjarfulltrúa flokksins í bænum segir jafnframt að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar sé brostinn og hún geti ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag verið tregir til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Sigmund. Ríkisstjórnarfundur, sem fara átti fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53 Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53
Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01