Enginn ríkisstjórnarfundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:36 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson þegar þeir kynntu stjórnarsáttmála sinn snemmsumars 2013. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnarinnar sé liðinn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21
Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02