Innlent

Sagði forsætisráðherra með Jesú-komplex

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Illugi Jökuls hélt kröftuga ræðu á mótmælafundinum við Austurvöll.
Illugi Jökuls hélt kröftuga ræðu á mótmælafundinum við Austurvöll. Vísir/Ernir
Illugi Jökulsson lauk máli sínu á mótmælunum á Austurvelli um klukkan hálf sex í kvöld. Þema ræðurnar var „ég skammast mín“ og þar taldi hann upp þau atriði sem hann skammast sín mest fyrir undir núverandi ríkisstjórn.

Hann byrjaði á því að segjast skammast sín fyrir ríkisstjórn sem blygðunarlaust „þjónaði undir rassgatið á ríka fólkinu í landinu". Næst minntist hann á stjórnarskrármálið og sagði ríkisstjórnina hafa hunsað þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 þar sem 64% vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu notaðar til grundvallar nýrrar stjórnarskrár.

„Ég skammast mín fyrir ríkisstjórn sem lét heilbrigðiskerfið reika á reiðanum sem við vorum svo stolt af. Ég skammast mín fyrir ríkisstjórn sem hirðir ekkert um verndun landsins okkar en skyndigróði verktaka og stóriðju fær að ráða ferðinni. Skítt með landið fagurt og frítt, skítt með sjóndeildarhringinn, skítt með það hvort að börnin okkar munu sjá ástæðu eftir fáein ár að búa hér áfram“.

Forsætisráðherra með Jesú-komplex

Næst beindi hann spjótum sínum að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Hann sagði það miður að forsætisráðherra þjóðarinnar væri settur undir sama hatt í erlendum fjölmiðlum og Pútín Rússlandsforseti og Assad Sýrlandsforseti.

„Ég skammast mín fyrir forsætisráðherra sem virðist haldinn alvarlegum Jesú-komplex og býr til þjóðsögu um sjálfan sig sem bjargvætt þjóðarinnar“.

Hér fyrir neðan má sjá útsendingu Vísis frá mótmælunum. Ræða Illuga hefst eftir um 13 mínútur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×