HÍ mun skoða mál lektors í ljósi Panama-skjalanna Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2016 16:59 Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04