Innlent

Krafðist inngöngu á Alþingi: „Stela peningum og þykjast vera að gera eitthvað gott fyrir okkur“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenskur karlmaður og öryrki krafðist þess að fá að ganga inn á Alþingi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Vildi hann fá að eiga orð við ráðamenn.

„Ég hef borgað skatta síðan ég var þrettán ára gamall,“ sagði maðurinn en honum var mikið niðri fyrir eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Hann upplýsti að hann væri öryrki og ætti erfitt með að ná endum saman. Raunar gengi það ekkert.

Trommum hefur verið komið fyrir á Austurvelli og trommusláttur hafinn að sögn blaðamanns Vísis á vettvangi.Vísir/Nanna
„Það er ekkert gert. Við höfum ekkert til að lifa af því örorka hún hækkar ekkert

Nema þrjú prósent og þá tekur skatturinn það líka,“ sagði maðurinn umsetinn fréttamönnum og ljósmyndurum.

„Við náðum ekki saman endum fyrir áramót og gerum það ekki enn,“ bætti hann við.

„Þessi menn sem stjórna hérna eru að stela peningum, fara með þá á einhverjar eyjar til að sleppa við skatta og svo þykjast þeir vera að gera eitthvað gott fyrir okkur,“ sagði maðurinn áður en þingvörður hleypti honum inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×