Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 11:56 Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48