Innlent

Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundar nú með þingflokki sínum í Alþingishúsinu. Hann vildi ekki ræða við fjölmiðla þegar hann mætti á fundinn en sagðist ætla að ræða við fjölmiðla síðar í dag.

Stjórnarandstaðan hyggst leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð og ríkisstjórn hans í dag en mikil óvissa þykir ríkja um stöðu forsætisráðherra vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Fram kom í gær að hann hefði selt eiginkonu sinni helmingshlut í félaginu á gamlársdag 2009, degi áður en ný skattalög um aflandsfélög tóku gildi.

Þingfundur hefst klukkan 15 í dag og mun Sigmundur Davíð sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Til stóð að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, myndi einnig svara óundirbúnum fyrirspurnum en hann er fastur í Bandaríkjunum þar sem hann missti af tengiflugi til Íslands í gær vegna seinkunar í innanlandsflugi.


Tengdar fréttir

Bless $immi á Austurvelli og víðar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×