Bless $immi á Austurvelli og víðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 10:19 Borði hefur verið hengdur á brú á Miklubraut og skilaboð hafa verið spreyjuð á Austurvöll og Garðabæ. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið þar sem hann er kvaddur með skilaboðunum Bless $immi. Óhætt er að segja að landsmenn bíði í ofvæni eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs eftir umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim í gærkvöldi. Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur. Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016 Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá því í gær að félög tengd Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Wintris Inc. og Falson & C, væru í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni í fyrra. Sömu sögu er að segja um Dooley Securities S.A., sem tengd er Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið þar sem hann er kvaddur með skilaboðunum Bless $immi. Óhætt er að segja að landsmenn bíði í ofvæni eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs eftir umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim í gærkvöldi. Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur. Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016 Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá því í gær að félög tengd Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Wintris Inc. og Falson & C, væru í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni í fyrra. Sömu sögu er að segja um Dooley Securities S.A., sem tengd er Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira