Körfubolti

Meistararnir aftur á sigurbraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Curry í leiknum í nótt.
Curry í leiknum í nótt. vísir/getty
NBA-meistararnir í Golden State Warriors eru aftur komnir á rétt ról eftir fyrsta tap sitt á heimavelli í fjórtán mánuði um helgina.

Liðið hafði betur gegn Portland, 136-111, á heimavelli sínum í nótt en Steph Curry skoraði 39 stig í leiknum.

Draymond Green náði tvöfaldri þrennu en hann var með 22 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingur. Þetta var þrettánda þrennan hans á ferlinum.

Þetta var 69. sigur Golden State á tímabilinu en liðið er nú þremur sigurleikjum frá því að jafna met Chicago Bulls frá 1996.

Portland hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan en Damian Lillard skoraði 38 stig fyrir Portland í leiknum.

Boston vann Lakers, 107-100, í lokaleik Kobe Bryant gegn gömlu erkifjendunum frá austurströndinni. Bryant skoraði 34 stig í leiknum en hann hefur aðeins einu sinni skorað fleiri stig í einum leik í vetur.

Cleveland vann New Orleans, 112-103, en LeBron James fór mikinn og var með 31 stig, tólf stoðsendingar og átta fráköst.

Úrslit næturinnar:

Brooklyn - New Orleans 87-106

Cleveland - Charlotte 112-103

Houston - Oklahoma City 118-110

Minnesota - Dallas 78-88

LA Clippers - Washington 114-109

Orlando - Memphis 119-107

Phoenix - Utah 86-101

Milwaukee - Chicago 98-102

New York - Indiana 87-92

Golden State - Portland 136-111

LA Lakers - Boston 100-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×